Sátt við ferlið en ekki niðurstöðuna 31. ágúst 2011 06:30 Vinstrihreyfingin – grænt framboð er á móti veru Íslands í Nató og lögðu þingmenn flokksins fram þingsályktunartillögu í maí um úrsögn úr bandalaginu. Samfylkingin vill Ísland áfram innan hernaðarbandalagsins. fréttablaðið/valli katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
katrín jakobsdóttir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og formaður flokksráðsins, segir samþykkt ráðsins um helgina fyrst og fremst snúast um veru Íslendinga í Nató. Líkt og komið hefur fram samþykkti flokksráðið ályktun þess efnis að rannsókn færi fram á aðdraganda þess að Ísland samþykkti stuðning við loftárásir Atlantshafsbandalagsins á Líbíu. „Þetta snýst fyrst og fremst um að fara yfir veru okkar í Nató, en það liggur fyrir að við erum á móti henni, en einnig um ferlið í kringum þá aðild og það hvernig ákvarðanir eru teknar á þeim vettvangi,“ segir Katrín. Hún segir flest liggja fyrir varðandi aðdraganda stuðnings Íslendinga. Árni Þór Sigurðsson, annar fulltrúa flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, tekur undir það. Hann segir engan vafa á því að Össur Skarphéðinsson utanríkis-ráðherra hafi tekið ákvörðun á réttum forsendum. Andstaða Vinstri grænna hafi legið fyrir, en ráðherrann haft þinglegan meirihluta að baki sér. Árni Þór segir að mögulega skorti upplýsingar um hvernig málið bar að. „Við vorum bæði í ríkisstjórn og í þinginu sammála um að styðja stefnumótun Sameinuðu þjóðanna gagnvart stjórnvöldum í Líbíu.“ Árni Þór segir hins vegar að frá upphafi hafi flokkurinn verið á móti loftárásum Nató á landið. „Það er hins vegar ekkert óljóst í þessu. Utanríkisráðherra ber stjórnskipulega ábyrgð á því að fastafulltrúi Íslands hjá Nató geri ekki athugasemd við loftárásirnar. Þá var hann búinn að kanna hug þingsins samkvæmt lögum og utanríkismálanefnd búin að fjalla um málið. Ákvörðunin hafði meirihlutastuðning á Alþingi.“ Árni Þór segir að þótt ferlið hafi verið rétt hafi flokkurinn verið ósammála niðurstöðunni. Össuri hafi verið ljóst að Vinstri græn gerðu athugasemdir, en hafi haft þinglegan meirihluta á bak við sig. Spurður hvort andstaða Vinstri grænna gagnvart Nató þvælist fyrir þeim í ríkisstjórn minnir Árni Þór á að það sé ekki einsdæmi að flokkur á móti hernaðarbandalögum sitji í ríkisstjórn. Hins vegar megi velta því fyrir sér hvernig Ísland tekur afstöðu innan hernaðarbandalagsins á meðan það er þar. kolbeinn@frettabladid.isárni þór sigurðsson
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira