Grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata 1. september 2011 03:30 Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS á Íslandi, og Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar sjóðsins gagnvart Íslandi.Fréttablaðið/Pjetur Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Samstarfsáætlun Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gekk vel og helstu markmið áætlunarinnar náðust. Þetta er niðurstaða starfsmanna AGS sem sendu frá sér skýrslu um íslenska hagkerfið í gær. Þar kemur fram að veikur efnahagsbati sé hafinn þótt atvinnuleysi sé enn mikið auk þess sem verðbólguhorfur hafi versnað. „Markmiðin sem sett voru í upphafi hafa náðst og hefur grunnur verið lagður að kröftugum efnahagsbata,“ sagði Julie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS gagnvart Íslandi, á blaðamannafundi í gær. Þá sagði Kozack að þegar haft væri í huga hvernig staðan var á Íslandi þegar samstarfið hófst væri ljóst að mikill árangur hefði náðst. Í skýrslu AGS eru talin upp þrjú lykilmarkmið sem höfundar telja að tekist hafi að uppfylla. Í fyrsta lagi að gengi krónunnar sé orðið stöðugt og hagstætt útflutningi. Þá hafi tekist að koma í veg fyrir að gengið myndi hrynja sem hefði haft mjög slæm áhrif á innlenda eftirspurn. Tekið er fram að gjaldeyrishöftin hafi gegnt lykilhlutverki í því samhengi. Í öðru lagi segir í skýrslunni að mikill árangur hafi náðst við að koma ríkisfjármálunum á sjálfbæra braut. Árangurinn geri það að verkum að unnt sé að ná markmiði um opinberar skuldir upp á 60 prósent af landsframleiðslu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá hafi tekist að koma á fót nýju og mun minna bankakerfi sem hafi að fullu verið endurfjármagnað. Þá segir í skýrslunni að vel heppnað skuldabréfaútboð ríkisins í júní hafi verið stórt skref fram á við. Starfsmenn AGS segja útlit fyrir sæmilegan hagvöxt á næstu misserum en hafa áhyggjur af því hvaðan hagvöxtur til meðallangs tíma á að spretta. Aflvaki hagvaxtar nú sé fjárfesting og einkaneysla en óvissa um fjárfestingar í tengslum við auðlindanotkun valdi áhyggjum. Þá er tekið fram að ríkisstjórnin hafi ekki kynnt með nægilega skýrum hætti hvernig hún hyggist auka fjárfestingu, sem valdi frekari óvissu. Stefnt er að því að skuldir hins opinbera lækki á næstu árum og verði í kringum 80 prósent af landsframleiðslu árið 2016. Þá er gert ráð fyrir að fjárlagaafgangur verði árið 2014, einu ári seinna en áður var stefnt að. Fjallað er um endurskipulagningu á skuldum heimila og fyrirtækja í skýrslunni. Þar segir að endurskipulagningin hafi gengið sífellt betur síðustu mánuði og að nú sé útlit fyrir að verkefninu verði lokið í lok þessa árs. Þá er lögð á það áhersla að endurskipulagning skulda fyrirtækja sé lykilatriði til að búa í haginn fyrir hagvöxt og sköpun starfa. AGS segir áætlun stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta skynsamlega og bætir við að fara verði varlega við losunina þar sem nokkur áhætta sé á að eitthvað fari úrskeiðis. Þá geti dómsmál vegna Icesave og neyðarlaganna haft slæm áhrif á skuldastöðu ríkisins án þess þó að skipta sköpum.magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira