Fjöldi undanþága veittur 2. september 2011 06:30 Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Innanríkisráðuneytið, áður dómsmálaráðuneytið, hefur frá árinu 2007 veitt 24 undanþágur frá banni við því að aðilar utan Evrópska efnahagssvæðisins kaupi fasteignir og lóðir hér á landi. Einum aðila hefur verið synjað um undanþágu. Var þar um að ræða asískt fyrirtæki sem vildi festa kaup á húsnæði í fyrra. Ekki fengust frekari upplýsingar frá ráðuneytinu um ástæðu synjunarinnar. Um tíu aðilum frá Bandaríkjunum hafa verið veittar undanþágur frá 2007. Hinir koma frá Ástralíu, Indónesíu, Rússlandi, Argentínu, Mön, Úganda, Ísrael, Malasíu og Kína. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu voru skráð nokkur tilvik, flest árin frá 2007, þar sem erlendir borgarar sem hafa lögheimili á Íslandi hafa keypt eign. Þeir þurfa þó ekki undanþágu ef lögheimili þeirra er hérlendis. Ísland og Kína gerðu með sér samning sem tók gildi 1. mars árið 1997 til að hvetja til fjárfestinga í ríkjunum tveim. Í þriðju grein samningsins segir „að hvorugur samningsaðili skuli á landsvæði sínu veita fjárfestingum eða arði fjárfesta hins samningsaðilans óhagstæðari meðferð en hann veitir fjárfestingum eða arði fjárfesta hvaða þriðja ríkis sem er.“ Einnig er kveðið á um að fjárfestar skuli ekki sæta óhagstæðari meðferð hvað snertir umsýslu, notkun, nýtingu eða ráðstöfun fjárfestinganna en fjárfestar frá öðrum ríkjum. Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo hefur sótt um undanþágu til að geta keypt meirihluta Grímsstaða á Fjöllum og er málið nú á borði Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra. Karl Axelsson hæstaréttarlögmaður segir að með því að hafa nánast undantekningarlaust samþykkt svipaða beiðni verði krafan um rökstuðning enn ríkari eigi að hafna henni. „Út frá jafnræði og öðru verða að vera enn veigameiri rök en ella fyrir því að synja þessu. Stjórnsýslan hefur dálítið bundið hendur sjálfrar sín með því að hafa sagt já í yfir 95 prósent tilvika.“ - sv, kóp
Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira