Matarkarfan ódýrust í Krónunni - Bónus mótmælir vinnubrögðum 2. september 2011 04:00 Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Allt að 28 prósenta verðmunur er á matarkörfu ASÍ á milli Krónunnar, þar sem hún er ódýrust, og Nóatúns, þar sem hún er dýrust. Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta matvöruverslunum síðastliðinn mánudag. Matarkarfan í Krónunni kostaði 10.103 krónur en 12.912 krónur í Nóatúni. Lítill verðmunur reyndist vera á verði matar-körfunnar á milli Bónuss, Krónunnar og Víðis, en karfan var 26 krónum dýrari í Bónus en í Krónunni, og 179 krónum dýrari í Víði. Dæmi eru um mikinn verðmun í öllum vöruflokkum. Sem dæmi má nefna morgunkornið Cheerios, sem var ódýrast á 804 krónur kílóið hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 1.254 krónur kílóið hjá Nóatúni, sem er 56 prósenta verðmunur. Matarkarfa ASÍ samanstendur af 33 almennum neysluvörum til heimilisins, til dæmis mjólkurvörum, morgunkorni, grænmeti, kjöti, og drykkjarvörum, ásamt ýmsum pakkavörum, dósamat og fleiru. Könnunin var gerð á sama tíma í verslunum Bónuss, Krónunnar, Nettó, Fjarðarkaupa, Samkaupa Úrvals, Víðis, Hagkaupa og Nóatúns. Kostur Dalvegi neitaði sem fyrr að taka þátt í könnuninni. Forsvarsmenn verslunarinnar hafa ítrekað bannað starfsfólki ASÍ að taka niður verð í versluninni. Bónus gagnrýnir vinnubrögð ASÍ varðandi verðkönnunina. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ítrekað hafi verið gerðar athugasemdir við vinnubrögð ASÍ, meðal annars vegna þess að ekki séu teknir ódýrustu kostir í hverjum vöruflokki hjá Bónus. „Dæmi um misræmi í vinnubrögðum ASÍ eru ódýrustu bananarnir sem kosta 198 krónur kílóið í verslunum Bónus, en eru sagðir kosta 257 krónur," segir í tilkynningunni. Leiðrétting á þessari einu rangfærslu geri Bónus ódýrustu verslunina í könnuninni. ASÍ svara gagnrýninni fullum hálsi og segir að verðlagseftirlitið vinni eftir ákveðnum verklagsreglum. Þessi verðkönnun hafi verið framkvæmd á sama tíma í öllum verslunum og skráð niður það verð sem neytendum stóð til boða á þeim tímapunkti. Það sé venjan við slíkar kannanir. „Nokkuð ber á því að afslættir séu ekki sýnilegir og eru þeir þar af leiðandi ekki teknir með," segir í yfirlýsingu frá ASÍ. sunna@frettabladid.is kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum