Mynd sem veitir von Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 2. september 2011 06:00 Bandarísk bíóhúsakeðja hengdi nýlega upp aðvörunarskilti í kvikmyndahúsum sínum vegna myndarinnar The Tree of Life. Á skiltinu eru bíógestir upplýstir um það að myndin sé óhefðbundin að uppbyggingu, og fólk er hvatt til þess að sjá myndina með opnum hug. Skiltið sjálft er gott og blessað, en tilvist þess er engu að síður óþægileg áminning um það hversu mikið almenningur hefur fjarlægst listræna kvikmyndagerð. The Tree of Life er ljóðræn og óræð. Henni hefur verið líkt við kvikmyndina 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og kvikmyndir hins rússneska Andrei Tarkovskí. Samanburðurinn á rétt á sér, en þó er ekki verið að „stæla" neinn. Sagan er sögð í svipmyndum sem líkjast helst minningum eða draumi, og hún nær lengst aftur til þess tíma þegar heimurinn varð til. Leikstjóri myndarinnar, Terrence Malick, hefur leikstýrt sex kvikmyndum á síðustu 42 árum. Hann þykir sérvitur og spes, og myndir hans bera þess merki. The Tree of Life veltir fyrir sér sígildum spurningum um uppruna heimsins, þróunarkenninguna, vísar í Biblíuna og Freud til skiptis, og innan um þetta allt saman leynist lítil fjölskyldusaga þar sem Brad Pitt og undirgefin eiginkona hans koma ungum sínum á legg. Myndin er sannkölluð veisla fyrir augu og eyru, og margfalt áhugaverðari en flest það sem ratað hefur í kvikmyndahús að undanförnu. Hún veitir manni von um bjartari tíma fram undan í kvikmyndagerð, og ef ég fengi að ráða yrði aðvörunarskilti bandarísku bíókeðjunnar tekið niður samstundis. Þó að sumir labbi út í fússi, þá eru ef til vill aðrir sem álpast inn í ógáti og sjá eitthvað nýtt og framandi sem kveikir í þeim. Sjálfur þyrfti ég þó helst að sjá myndina aftur áður en ég fer út í stóru yfirlýsingarnar. Niðurstaða: Stríðsyfirlýsing gegn meðalmennsku. Mögnuð upplifun og ég tek hatt minn ofan fyrir Malick. Lífið Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Bandarísk bíóhúsakeðja hengdi nýlega upp aðvörunarskilti í kvikmyndahúsum sínum vegna myndarinnar The Tree of Life. Á skiltinu eru bíógestir upplýstir um það að myndin sé óhefðbundin að uppbyggingu, og fólk er hvatt til þess að sjá myndina með opnum hug. Skiltið sjálft er gott og blessað, en tilvist þess er engu að síður óþægileg áminning um það hversu mikið almenningur hefur fjarlægst listræna kvikmyndagerð. The Tree of Life er ljóðræn og óræð. Henni hefur verið líkt við kvikmyndina 2001: A Space Odyssey eftir Stanley Kubrick og kvikmyndir hins rússneska Andrei Tarkovskí. Samanburðurinn á rétt á sér, en þó er ekki verið að „stæla" neinn. Sagan er sögð í svipmyndum sem líkjast helst minningum eða draumi, og hún nær lengst aftur til þess tíma þegar heimurinn varð til. Leikstjóri myndarinnar, Terrence Malick, hefur leikstýrt sex kvikmyndum á síðustu 42 árum. Hann þykir sérvitur og spes, og myndir hans bera þess merki. The Tree of Life veltir fyrir sér sígildum spurningum um uppruna heimsins, þróunarkenninguna, vísar í Biblíuna og Freud til skiptis, og innan um þetta allt saman leynist lítil fjölskyldusaga þar sem Brad Pitt og undirgefin eiginkona hans koma ungum sínum á legg. Myndin er sannkölluð veisla fyrir augu og eyru, og margfalt áhugaverðari en flest það sem ratað hefur í kvikmyndahús að undanförnu. Hún veitir manni von um bjartari tíma fram undan í kvikmyndagerð, og ef ég fengi að ráða yrði aðvörunarskilti bandarísku bíókeðjunnar tekið niður samstundis. Þó að sumir labbi út í fússi, þá eru ef til vill aðrir sem álpast inn í ógáti og sjá eitthvað nýtt og framandi sem kveikir í þeim. Sjálfur þyrfti ég þó helst að sjá myndina aftur áður en ég fer út í stóru yfirlýsingarnar. Niðurstaða: Stríðsyfirlýsing gegn meðalmennsku. Mögnuð upplifun og ég tek hatt minn ofan fyrir Malick.
Lífið Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Bíó og sjónvarp Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Fleiri fréttir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira