HIV-faraldur hjá sprautufíklum 3. september 2011 09:00 Mynd úr safni. Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Aldrei hafa sprautufíklar verið jafnstór hluti þeirra sem greinast með HIV og nú. Það sem af er ári hafa sautján greinst með veiruna, þar af eru þrettán sprautufíklar. Á síðasta ári greindust 24 með HIV-smit, fleiri en nokkru sinni, þar af voru tíu sprautufíklar. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Fréttablaðið að nauðsynlegt sé að kortleggja smitleiðirnar til að koma í veg fyrir frekari skaða. „Þetta eru óhugnanlegar tölur," segir Magnús og útskýrir að hlutfall sprautufíkla hér á landi sé svona hátt sökum þess að eftir að veiran hefur komið inn í hóp sprautufíkla, dreifist hún hratt. „Samskipti innan hópanna eru mjög tíð. Fólk deilir með sér sprautum og nálum og öðru sem getur falið í sér blóðsmit. Hlutirnir gerast eftir það mjög hratt. Þetta er eitt af einkennum faraldra sem koma fram í þessum hópi." Magnús skrifar í grein í Læknablaðinu að nýgengi meðal sprautufíkla hafi verið á niðurleið í Evrópu, en fíklar eru þar undir fimm prósentum nýrra tilfella að jafnaði. Sem dæmi má taka að einungis fjórir sprautufíklar hafa greinst með HIV það sem af er ári í Svíþjóð, en íbúafjöldi í landinu er 9,5 milljónir. Hver smitaður einstaklingur sem er greindur með HIV kostar heilbrigðiskerfið um 160 milljónir króna. Magnús segir að ef fram heldur sem horfir bendi margt til þess að fjöldi HIV greindra einstaklinga verði í sögulegu hámarki hér á landi í ár. Flestir hinna nýgreindu séu sprautufíklar sem sprauta sig með örvandi efnum, svo sem amfetamíni eða rítalíni. „Staðreyndin er þó sú að HIV er kynsjúkdómur og þeir einstaklingar sem nota örvandi efni, eins og rítalín, nota oftast ekki verjur. Skömmu eftir smit er veirumagnið í blóðinu mjög hátt og smithætta því mikil. Það er allt sem leggst á eitt til að sjúkdómurinn breiðist hratt út," útskýrir Magnús. „Örvandi efni auka kynhvöt, þau slæva hömlur og dómgreindarleysi fylgir notkun þeirra. Þegar þetta kemur allt saman þá eykur þetta mjög hættuna á smiti. Þá getur þetta borist við kynmök og þannig út fyrir hóp fíklanna mjög hratt." Talið er að rúmar 33 milljónir manna séu HIV smitaðar í heiminum og að tvær milljónir deyi árlega af völdum sjúkdómsins. - sv
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira