Segir Samkeppniseftirlitið leggja Forlagið í einelti 3. september 2011 04:30 Jóhann Páll Valdimarsson Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir Samkeppniseftirlitið hafa lagt fyrirtækið í einelti síðustu ár. Þrátt fyrir blómlega samkeppni í útgáfu láti eftirlitið fyrirtækið ekki í friði. „Það er einfaldlega þannig að íslensk bókaútgáfa rís ekki undir þeim kostnaði sem það hefur óhjákvæmilega í för með sér að þurfa að fá lögfræðinga til að svara endalausum erindum frá Samkeppniseftirlitinu. Kostnaður okkar vegna þeirrar sáttar sem við þurftum að gangast undir árið 2008 er farinn að nema tugum milljóna utan sektarinnar,“ segir Jóhann Páll. Bókaútgáfan Forlagið varð til við samruna Eddu-útgáfu og JPV árið 2007. Samkeppniseftirlitið neitaði hins vegar að samþykkja hann nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Forlagið féllst að lokum á skilyrðin sem það hefur þurft að starfa eftir síðan. Fyrr á þessu ári sektaði Samkeppniseftirlitið Forlagið um 25 milljónir vegna brota á skilyrðunum. Taldi það Forlagið hafa sent seljendum leiðbeinandi smásöluverð sem brjóti í bága við skilyrðin. Forlagið hefur mótmælt sektinni harðlega og vísað henni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér segir að það telji það óþekkt að fyrirtæki með jafnlitla hlutdeild af heildarmarkaði sé beitt svo harkalegum viðurlögum. Jóhann Páll segir einkennilegt að Samkeppniseftirlitið hafi lagst gegn samrunanum á sínum tíma. „Ef við hefðum gert þetta hálfu ári síðar hefði þessi samruni ekki einu sinni verið tilkynningaskyldur þar sem lögum var breytt og veltumörk hækkuð. Við höfum því margoft farið fram á endurskoðun á sáttinni en án árangurs. Okkur er einfaldlega ókleift að starfa eftir þessari sátt, hún stenst ekki veruleikann,“ segir Jóhann Páll. - mþl Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá Forlaginu, segir Samkeppniseftirlitið hafa lagt fyrirtækið í einelti síðustu ár. Þrátt fyrir blómlega samkeppni í útgáfu láti eftirlitið fyrirtækið ekki í friði. „Það er einfaldlega þannig að íslensk bókaútgáfa rís ekki undir þeim kostnaði sem það hefur óhjákvæmilega í för með sér að þurfa að fá lögfræðinga til að svara endalausum erindum frá Samkeppniseftirlitinu. Kostnaður okkar vegna þeirrar sáttar sem við þurftum að gangast undir árið 2008 er farinn að nema tugum milljóna utan sektarinnar,“ segir Jóhann Páll. Bókaútgáfan Forlagið varð til við samruna Eddu-útgáfu og JPV árið 2007. Samkeppniseftirlitið neitaði hins vegar að samþykkja hann nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Forlagið féllst að lokum á skilyrðin sem það hefur þurft að starfa eftir síðan. Fyrr á þessu ári sektaði Samkeppniseftirlitið Forlagið um 25 milljónir vegna brota á skilyrðunum. Taldi það Forlagið hafa sent seljendum leiðbeinandi smásöluverð sem brjóti í bága við skilyrðin. Forlagið hefur mótmælt sektinni harðlega og vísað henni til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér segir að það telji það óþekkt að fyrirtæki með jafnlitla hlutdeild af heildarmarkaði sé beitt svo harkalegum viðurlögum. Jóhann Páll segir einkennilegt að Samkeppniseftirlitið hafi lagst gegn samrunanum á sínum tíma. „Ef við hefðum gert þetta hálfu ári síðar hefði þessi samruni ekki einu sinni verið tilkynningaskyldur þar sem lögum var breytt og veltumörk hækkuð. Við höfum því margoft farið fram á endurskoðun á sáttinni en án árangurs. Okkur er einfaldlega ókleift að starfa eftir þessari sátt, hún stenst ekki veruleikann,“ segir Jóhann Páll. - mþl
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira