Týnda fullnægingin Sigga Dögg skrifar 23. september 2011 20:00 Ein af mínum uppáhaldskvenhetjum er Betty Dodson. Hún er kynfræðingur sem tók virkan þátt í kynlífsbyltingunni á sjöunda áratugnum. Hún var með þeim fyrstu (ef ekki sú fyrsta) sem héldu skipulögð sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Á þeim tíma var fullnæging konunnar ekki hluti af samförum og hennar kynferðislegu ánægju var ekki veitt sérstök athygli í hjónabandi karls og konu. Ástæða þess á sér langar sögulegar útskýringar sem má rekja til karlaveldis sem taldi konum trú um að kynhvöt þeirra væri slæm og háð karlmannslimnum. En það er önnur umfjöllun. Ég fjalla hér um Betty því ég fæ reglulega fyrirspurnir frá konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í samförum. Betty var ein slík. Að loknum samförum laumaðist hún til að fróa sér hljóðlaust við hlið sofandi manns síns. Á miðjum aldri fékk hún nóg. Hún skildi og setti sér það markmið að „frelsa fullnæginguna“ með því að kenna konum að njóta sín í kynlífi og bera ábyrgð á eigin ánægju. Hún hélt námskeið þar sem konur sátu í hring á píkunni, með spegil og titrara sér við hlið. Betty lét konurnar skoða píkuna og sjá fegurðina í henni. Þá, líkt og nú, var mikil skömm sem fylgdi píkunni og almennt þótti hún ljót. Það er í beinni mótsögn að ætla að fá ánægju út úr því sem veldur þér skömm. Þekking á kynfæri sínu var, og er, því sérstaklega mikilvægt skref í áttinni að fullnægingu. Kynfæraskömm og vanþekking í kynlífi á við um bæði kynin og getur haft djúpstæð áhrif á upplifun þeirra á kynlífi. Mér hefur fundist umræðan um kynlíf, sérstaklega eldri kvenna, vera sú að þær geti ekki upplifað fullnægingu af líffræðilegum ástæðum og ættu því að sætta sig við það. Í fæstum tilfellum er þetta réttmæt skýring. Vissulega getur hormónabúskapur líkamans haft áhrif á kynlífslöngun og raka legganganna en að afskrifa kynlíf kvenna eftir ákveðinn aldur er fáfræði. Sjúkdómsvæðing og pilluát á það til að tröllríða öllu sem amar að manninum og kynlíf er þar engin undantekning. Opinskárri samfélagslegri umræðu sem byggir á skilningi og víðsýni samhliða fræðslu er því oft ábótavant. Ef þú ert ein af þeim sem hafa „týnt“ fullnægingunni eða kannski aldrei fundið hana gæti verið ágætis æfing að fara í gegnum viðhorf þín til kynfæris þíns, kynlífs og sjálfsfróunar. Heilinn er höfuðatriðið í fullnægingarferlinu og ef hann er ekki með er sama hvað þú nuddar kynfærin. Fullnægingin mun láta á sér standa. Ég tel því sennilegt að „týndu“ fullnægingarnar megi finna í örvun heilans þar sem viðkomandi leyfir sér að þekkja kynfæri sín og sinna þeim af virðingu og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigga Dögg Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun
Ein af mínum uppáhaldskvenhetjum er Betty Dodson. Hún er kynfræðingur sem tók virkan þátt í kynlífsbyltingunni á sjöunda áratugnum. Hún var með þeim fyrstu (ef ekki sú fyrsta) sem héldu skipulögð sjálfsfróunarnámskeið fyrir konur. Á þeim tíma var fullnæging konunnar ekki hluti af samförum og hennar kynferðislegu ánægju var ekki veitt sérstök athygli í hjónabandi karls og konu. Ástæða þess á sér langar sögulegar útskýringar sem má rekja til karlaveldis sem taldi konum trú um að kynhvöt þeirra væri slæm og háð karlmannslimnum. En það er önnur umfjöllun. Ég fjalla hér um Betty því ég fæ reglulega fyrirspurnir frá konum sem eiga erfitt með að fá fullnægingu í samförum. Betty var ein slík. Að loknum samförum laumaðist hún til að fróa sér hljóðlaust við hlið sofandi manns síns. Á miðjum aldri fékk hún nóg. Hún skildi og setti sér það markmið að „frelsa fullnæginguna“ með því að kenna konum að njóta sín í kynlífi og bera ábyrgð á eigin ánægju. Hún hélt námskeið þar sem konur sátu í hring á píkunni, með spegil og titrara sér við hlið. Betty lét konurnar skoða píkuna og sjá fegurðina í henni. Þá, líkt og nú, var mikil skömm sem fylgdi píkunni og almennt þótti hún ljót. Það er í beinni mótsögn að ætla að fá ánægju út úr því sem veldur þér skömm. Þekking á kynfæri sínu var, og er, því sérstaklega mikilvægt skref í áttinni að fullnægingu. Kynfæraskömm og vanþekking í kynlífi á við um bæði kynin og getur haft djúpstæð áhrif á upplifun þeirra á kynlífi. Mér hefur fundist umræðan um kynlíf, sérstaklega eldri kvenna, vera sú að þær geti ekki upplifað fullnægingu af líffræðilegum ástæðum og ættu því að sætta sig við það. Í fæstum tilfellum er þetta réttmæt skýring. Vissulega getur hormónabúskapur líkamans haft áhrif á kynlífslöngun og raka legganganna en að afskrifa kynlíf kvenna eftir ákveðinn aldur er fáfræði. Sjúkdómsvæðing og pilluát á það til að tröllríða öllu sem amar að manninum og kynlíf er þar engin undantekning. Opinskárri samfélagslegri umræðu sem byggir á skilningi og víðsýni samhliða fræðslu er því oft ábótavant. Ef þú ert ein af þeim sem hafa „týnt“ fullnægingunni eða kannski aldrei fundið hana gæti verið ágætis æfing að fara í gegnum viðhorf þín til kynfæris þíns, kynlífs og sjálfsfróunar. Heilinn er höfuðatriðið í fullnægingarferlinu og ef hann er ekki með er sama hvað þú nuddar kynfærin. Fullnægingin mun láta á sér standa. Ég tel því sennilegt að „týndu“ fullnægingarnar megi finna í örvun heilans þar sem viðkomandi leyfir sér að þekkja kynfæri sín og sinna þeim af virðingu og alúð.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun