Skilar sér mögulega í nýjum meðferðarúrræðum 23. september 2011 11:00 Vísindamönnunum tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur geta umbreytt stofnfrumum þannig að þær fari að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og mynda meinvörp. Nordicphotos/Getty Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Þórarinn (til vinstri) og Magnús Karl segja mikinn áhuga á að þróa meðferðir sem hindra meinvörp enda draga þau marga til dauða.Fréttablaðið/Daníel Vísindamenn á Rannsóknarstofu í stofnfrumufræðum við Lífvísindasetur Háskóla Íslands og Landspítalann birtu nýverið grein í lífvísindaritinu PLoS ONE sem varpar nýju ljósi á tengsl stofnfrumna við æxlisvöxt í brjóstakrabbameinum. Þeir binda vonir við að uppgötvanir þeirra skili sér í nýjum meðferðarúrræðum. Rannsóknin, sem var hluti af doktorsverkefni Valgarðs Sigurðssonar, snerist um að þróa þrívítt frumuræktunarlíkan þar sem æðaþelsfrumur voru ræktaðar með stofnfrumum úr brjóstkirtli. „Okkur tókst að sýna fram á hvernig svokallaðar æðaþelsfrumur (æðaþel er innsta lagið í vegg æða) geta umbreytt stofnfrumum í brjóstkirtli í svokallaðarbandvefs-líkar frumur. Slíkar bandvefslíkar frumur hafa þann eiginleika að skríða frá upprunalegri staðsetningu yfir í nærliggjandi vefi og eru taldar gegna hlutverki í meinvörpum brjóstakrabbameina," segir Þórarinn Guðjónsson, dósent í vefjafræði við Læknadeild Háskóla Íslands, sem stýrði rannsókninni ásamt Magnúsi Karli Magnússyni prófessor. Bandvefsumbreyting æxlisfrumna af þessu tagi er algeng í undirflokki brjóstakrabbameina, svokallaðra basal-líkra æxla, þar sem batahorfur eru verri en í öðrum tegundum brjóstakrabbameina. „Hingað til hafa engin sértæk lyf virkað á þessi æxli. Því eru notuð breiðvirkandi lyf sem hafa oftar en ekki slæm áhrif á einstaklinginn að öðru leyti. Við erum að vonast til hægt verði að nota lyf, sem jafnvel eru til á markaði í dag, til að hindra þennan æðavöxt samhliða öðrum lyfjum. Með öðrum orðum að hægt verði að koma í veg fyrir að æðaþelsfrumurnar geti haft þau áhrif á stofnfrumurnar að þær fari að skríða inn í aðlæga vefi," segir Þórarinn. Hann segir rannsóknina varpa ljósi á samspil æða og brjóstakrabbameinsfrumna og að hún auki þannig líkur á að hægt verði að þróa ný meðferðarúrræði sem beinist að þessu samspili. Hann segir mikinn áhuga á því að þróa krabbameinsmeðferðir sem hindra meinvarpamyndun enda eru þau helsta dánarorsök krabbameinssjúklinga. vera@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Lífið Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning Balti tæklar veðmálasvindl með Wahlberg Bíó og sjónvarp „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Fleiri fréttir Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning