Minni orka og meiri ró 14. september 2011 10:00 "Það er verið að fá sem mest út úr tækjunum, segir Ólafur Már hjá Ormsson. Mynd/Vilhelm Það nýjasta í Ormsson er stílfögur AEG-eldhústækjalína sem fellur vel inn í alrými heimilisins. Hljóðlát tæki og sparneytin á orku. Nú til dags er eldhúsið gjarnan hluti af opnu rými heimilisins og ný og glæsileg heimilistækjalína AEG tekur mið af því. Hún er eftir yfirhönnuð fyrirtækisins, Hans Strohmeier og hefur hlotið hin viðurkenndu IF-hönnunarverðlaun fyrir árið 2011," segir Ólafur Már Sigurðsson, deildarstjóri í Ormsson. Í nýju línunni eru ofnar, helluborð, uppþvottavélar, háfar og örbylgjuofnar. Öll hönnun er samræmd og stál kámfrítt. „Tækin eru hljóðlát og orkunýting þeirra mun betri en áður," segir Ólafur Már. „Mottóið er lægra hljóð, minni orkueyðsla og meiri ró." Ólafur Már segir innra rými ofnanna hafa aukist úr 58-60 lítrum upp í 74 lítra. Því ráði ný einangrunartækni. Þrátt fyrir það taki ofnarnir 10% minni orku en áður. „Með hinni nýju THERMIC° AIR SYSTEM-hitadreifingu streymir hitinn jafnt innan ofnsins um það sem verið er að steikja eða baka," segir hann og bætir við að við stækkun ofnsins rúmi bökunarplötur og skúffur um 20% meira magn en áður og ofnglerið sé líka stærra. Um fjóra mismunandi verð- og gæðaflokka er að ræða á ofnunum. Þeir skiptast í línurnar 3, 5, 7, og 9 og verða fullkomnari eftir því sem tölurnar hækka. „Í tveimur hæstu klössunum er kominn innbyggður hjálparkokkur," segir Ólafur Már. „Hann virkar þannig að hægt er að stilla eldun eftir þyngd á kjötinu og þá kemur tillaga að eldamennskunni. Einnig er hægt að setja inn uppáhalds-uppskriftir og með einni stillingu kalla þær fram. Í þeirri línu erum við með gufuofna líka, sem bjóða ekki bara upp á gufueldun heldur líka steikingu þar sem einungis 25% af því gufumagni (rakastigi) er notað sem venjuleg gufueldun krefst." Í Ormsson er fjölbreytt úrval af helluborðum úr keramiki, bæði með hraðhita- og spansuðuhellum. Sum eru felld ofan í borðplötur úr steini og önnur fljóta ofan á og þá eru uppþvottavélarnar á framfarabraut. „Þróunin er þannig að uppþvottavélarnar eru með mun stærra innra rými og öflugra vatnsúðunarkerfi en áður, auk þess sem þær eru hljóðlátari," segir Ólafur Már. „Það er verið að fá sem mest út úr tækjunum." Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Það nýjasta í Ormsson er stílfögur AEG-eldhústækjalína sem fellur vel inn í alrými heimilisins. Hljóðlát tæki og sparneytin á orku. Nú til dags er eldhúsið gjarnan hluti af opnu rými heimilisins og ný og glæsileg heimilistækjalína AEG tekur mið af því. Hún er eftir yfirhönnuð fyrirtækisins, Hans Strohmeier og hefur hlotið hin viðurkenndu IF-hönnunarverðlaun fyrir árið 2011," segir Ólafur Már Sigurðsson, deildarstjóri í Ormsson. Í nýju línunni eru ofnar, helluborð, uppþvottavélar, háfar og örbylgjuofnar. Öll hönnun er samræmd og stál kámfrítt. „Tækin eru hljóðlát og orkunýting þeirra mun betri en áður," segir Ólafur Már. „Mottóið er lægra hljóð, minni orkueyðsla og meiri ró." Ólafur Már segir innra rými ofnanna hafa aukist úr 58-60 lítrum upp í 74 lítra. Því ráði ný einangrunartækni. Þrátt fyrir það taki ofnarnir 10% minni orku en áður. „Með hinni nýju THERMIC° AIR SYSTEM-hitadreifingu streymir hitinn jafnt innan ofnsins um það sem verið er að steikja eða baka," segir hann og bætir við að við stækkun ofnsins rúmi bökunarplötur og skúffur um 20% meira magn en áður og ofnglerið sé líka stærra. Um fjóra mismunandi verð- og gæðaflokka er að ræða á ofnunum. Þeir skiptast í línurnar 3, 5, 7, og 9 og verða fullkomnari eftir því sem tölurnar hækka. „Í tveimur hæstu klössunum er kominn innbyggður hjálparkokkur," segir Ólafur Már. „Hann virkar þannig að hægt er að stilla eldun eftir þyngd á kjötinu og þá kemur tillaga að eldamennskunni. Einnig er hægt að setja inn uppáhalds-uppskriftir og með einni stillingu kalla þær fram. Í þeirri línu erum við með gufuofna líka, sem bjóða ekki bara upp á gufueldun heldur líka steikingu þar sem einungis 25% af því gufumagni (rakastigi) er notað sem venjuleg gufueldun krefst." Í Ormsson er fjölbreytt úrval af helluborðum úr keramiki, bæði með hraðhita- og spansuðuhellum. Sum eru felld ofan í borðplötur úr steini og önnur fljóta ofan á og þá eru uppþvottavélarnar á framfarabraut. „Þróunin er þannig að uppþvottavélarnar eru með mun stærra innra rými og öflugra vatnsúðunarkerfi en áður, auk þess sem þær eru hljóðlátari," segir Ólafur Már. „Það er verið að fá sem mest út úr tækjunum."
Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira