Fleiri svið hafa íhugað inntökupróf eða skilyrði - Fréttaskýring 15. september 2011 05:15 Fréttaskýring: Er munur á námsgetu nemenda eftir því úr hvaða framhaldsskólum þeir komu og er tímabært að endurskoða skilyrði fyrir inngöngu? „Eftir að skólum fjölgaði er alveg ljóst að geta þeirra sem útskrifast frá mismunandi skólum virðist vera mjög ólík,“ segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Sviðið er það eina sem notar inntökupróf, en þreyta þarf slíkt próf í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Greint var frá því í Fréttablaðinu á þriðjudag að hagfræðideild HÍ hygðist taka upp inntökupróf næsta haust. Markmiðið er að fækka þeim nemendum sem standast ekki kröfurnar í deildinni. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði þá að stúdentspróf væru orðin svo mismunandi eftir skólum að ekki væri lengur nægilega mikið að marka þau. „Við þekkjum þetta vel hér og horfum til þess hvaðan fólk kemur inn í deildirnar hjá okkur, sumir skólar eru meira áberandi en aðrir,“ segir Sigurður. Ástráður Eysteinsson, forseti hugvísindasviðs, segir fólk finna verulega fyrir breytingum á framhaldsskólastiginu og hafa áhyggjur af þróuninni þar. „Það hafa verið fundir, bæði almennir og sérstakir fundir hjá okkur, þar sem við höfum reynt að átta okkur á nákvæmlega hvaða mynd þetta er að taka á sig í framhaldsskólunum.“ „Við höfum rætt það hvort ástæða væri til þess að taka upp inntökupróf eða sérstakar kröfur,“ segir Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs. Hann segir það til dæmis hafa verið rætt hvort setja ætti sérstök viðmið í íslensku eða stærðfræði hjá kennaranemum, en það hafi ekki orðið ofan á. „Hins vegar er spurning hvort ekki ætti að nýta stöðupróf miklu meira í kerfinu. Mér finnst að það mætti huga miklu meira að því í skólakerfinu í heild sinni.“ Hann segir að ekki sé flókið að framkvæma slík próf. Jón Torfi segist hafa gert rannsókn fyrir nokkrum árum þar sem kannað hafi verið úr hvaða skólum þeir nemendur kæmu sem útskrifuðust fyrst úr háskólum. „Og ef ég leiðrétti fyrir einkunnir á grunnskólaprófi, sem ég hugsaði að myndi leiðrétta fyrir námsgetu í einhverjum skilningi, þá var ekkert svo ofboðslegur munur. Þessir svokölluðu góðu skólar voru ekki að skila nemendum fyrr í gegn.“ „Það er alveg ljóst að við þurfum að íhuga vandlega hvort við gerum einhvers konar sérstakar inntökukröfur, það hefur ekki verið rætt um inntökupróf,“ segir Ástráður. Hann segir að til séu próf sem notuð séu til dæmis í erlendum tungumálum sem stöðupróf. Hægt væri að taka slíkt upp í íslensku líka. Svolítið umstang gæti orðið af því að kanna bakgrunn nemenda ef hætt yrði að hafa stúdentspróf sem almennt viðmið. Ástráður segir umræðuna mikla þessi misserin, annars vegar vegna breytinga í framhaldsskólunum og hins vegar vegna mikils fjölda nemenda. „Á okkar sviði, eins og í mörgum félagsvísindagreinum, hafa verið teknir inn töluvert fleiri nemendur en gert er ráð fyrir í samningum við ráðuneytið. Þetta er erfitt að gera til lengdar þegar verið er að skera niður um leið.“ Sigurður er hlynntur inntökuprófum þótt hann geri sér grein fyrir því að skoðanir séu skiptar um málið. „Mér finnst að þetta sé atriði sem við eigum mjög ákveðið að íhuga.“ Hann segir ástæðurnar fyrir skoðun sinni á inntökuprófum vera nokkrar. „Í fyrsta lagi er brottfallið í sumum deildum mjög mikið. Í sálfræðinni hjá okkur er hægt að tala um fimmtíu prósent eða meira á fyrsta ári. Hvaða skilaboð erum við að senda ungu fólki með þessu, að það komi inn í skóla þar sem við vitum að stór hluti þess muni aldrei útskrifast? Erum við ekki að senda svolítið röng skilaboð? Eigum við ekki frekar að reyna að mæta nemendum öðruvísi, með öðru námi eða gefa þeim kost á öðrum undirbúningi?“ Önnur ástæða er kostnaður. „Er það skynsamlegt, hvort sem er í hallæri eða góðæri, að kosta miklu til menntunar fólks sem mun ekki útskrifast hjá okkur?“ Hann segir að auðvitað sé menntun alltaf góð en spurning sé hversu mikinn kost eigi að gefa fólki á menntun sem muni jafnvel ekki nýtast eða leiða til neins, í það minnsta ekki til útskriftar. Fréttir Tengdar fréttir Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu. 15. september 2011 05:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Fréttaskýring: Er munur á námsgetu nemenda eftir því úr hvaða framhaldsskólum þeir komu og er tímabært að endurskoða skilyrði fyrir inngöngu? „Eftir að skólum fjölgaði er alveg ljóst að geta þeirra sem útskrifast frá mismunandi skólum virðist vera mjög ólík,“ segir Sigurður Guðmundsson, forseti heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Sviðið er það eina sem notar inntökupróf, en þreyta þarf slíkt próf í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Greint var frá því í Fréttablaðinu á þriðjudag að hagfræðideild HÍ hygðist taka upp inntökupróf næsta haust. Markmiðið er að fækka þeim nemendum sem standast ekki kröfurnar í deildinni. Daði Már Kristófersson, dósent við deildina, sagði þá að stúdentspróf væru orðin svo mismunandi eftir skólum að ekki væri lengur nægilega mikið að marka þau. „Við þekkjum þetta vel hér og horfum til þess hvaðan fólk kemur inn í deildirnar hjá okkur, sumir skólar eru meira áberandi en aðrir,“ segir Sigurður. Ástráður Eysteinsson, forseti hugvísindasviðs, segir fólk finna verulega fyrir breytingum á framhaldsskólastiginu og hafa áhyggjur af þróuninni þar. „Það hafa verið fundir, bæði almennir og sérstakir fundir hjá okkur, þar sem við höfum reynt að átta okkur á nákvæmlega hvaða mynd þetta er að taka á sig í framhaldsskólunum.“ „Við höfum rætt það hvort ástæða væri til þess að taka upp inntökupróf eða sérstakar kröfur,“ segir Jón Torfi Jónasson, forseti menntavísindasviðs. Hann segir það til dæmis hafa verið rætt hvort setja ætti sérstök viðmið í íslensku eða stærðfræði hjá kennaranemum, en það hafi ekki orðið ofan á. „Hins vegar er spurning hvort ekki ætti að nýta stöðupróf miklu meira í kerfinu. Mér finnst að það mætti huga miklu meira að því í skólakerfinu í heild sinni.“ Hann segir að ekki sé flókið að framkvæma slík próf. Jón Torfi segist hafa gert rannsókn fyrir nokkrum árum þar sem kannað hafi verið úr hvaða skólum þeir nemendur kæmu sem útskrifuðust fyrst úr háskólum. „Og ef ég leiðrétti fyrir einkunnir á grunnskólaprófi, sem ég hugsaði að myndi leiðrétta fyrir námsgetu í einhverjum skilningi, þá var ekkert svo ofboðslegur munur. Þessir svokölluðu góðu skólar voru ekki að skila nemendum fyrr í gegn.“ „Það er alveg ljóst að við þurfum að íhuga vandlega hvort við gerum einhvers konar sérstakar inntökukröfur, það hefur ekki verið rætt um inntökupróf,“ segir Ástráður. Hann segir að til séu próf sem notuð séu til dæmis í erlendum tungumálum sem stöðupróf. Hægt væri að taka slíkt upp í íslensku líka. Svolítið umstang gæti orðið af því að kanna bakgrunn nemenda ef hætt yrði að hafa stúdentspróf sem almennt viðmið. Ástráður segir umræðuna mikla þessi misserin, annars vegar vegna breytinga í framhaldsskólunum og hins vegar vegna mikils fjölda nemenda. „Á okkar sviði, eins og í mörgum félagsvísindagreinum, hafa verið teknir inn töluvert fleiri nemendur en gert er ráð fyrir í samningum við ráðuneytið. Þetta er erfitt að gera til lengdar þegar verið er að skera niður um leið.“ Sigurður er hlynntur inntökuprófum þótt hann geri sér grein fyrir því að skoðanir séu skiptar um málið. „Mér finnst að þetta sé atriði sem við eigum mjög ákveðið að íhuga.“ Hann segir ástæðurnar fyrir skoðun sinni á inntökuprófum vera nokkrar. „Í fyrsta lagi er brottfallið í sumum deildum mjög mikið. Í sálfræðinni hjá okkur er hægt að tala um fimmtíu prósent eða meira á fyrsta ári. Hvaða skilaboð erum við að senda ungu fólki með þessu, að það komi inn í skóla þar sem við vitum að stór hluti þess muni aldrei útskrifast? Erum við ekki að senda svolítið röng skilaboð? Eigum við ekki frekar að reyna að mæta nemendum öðruvísi, með öðru námi eða gefa þeim kost á öðrum undirbúningi?“ Önnur ástæða er kostnaður. „Er það skynsamlegt, hvort sem er í hallæri eða góðæri, að kosta miklu til menntunar fólks sem mun ekki útskrifast hjá okkur?“ Hann segir að auðvitað sé menntun alltaf góð en spurning sé hversu mikinn kost eigi að gefa fólki á menntun sem muni jafnvel ekki nýtast eða leiða til neins, í það minnsta ekki til útskriftar.
Fréttir Tengdar fréttir Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu. 15. september 2011 05:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Sjá meira
Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu. 15. september 2011 05:30