Meiri útflutningur kallar á innflutning landbúnaðarvara 15. september 2011 06:30 Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Innflutningur á evrópskum landbúnaðarafurðum gæti aukist á næstu árum, takist samningar við Evrópusambandið (ESB) um að íslenskir bændur fái að flytja út meira af tollfrjálsum vörum á Evrópumarkað. Aukin eftirspurn hefur verið eftir íslenskum landbúnaðarafurðum í löndum ESB undanfarið og er útlit fyrir að tollkvótar á vörum á borð við lambakjöt, skyr og smjör verði fylltir innan skamms. Heimildir Fréttablaðsins herma að til standi að halda könnunarviðræður við framkvæmdastjórn ESB síðar í þessum mánuði þar sem Ísland mun kynna kröfur sínar um auknar heimildir til útflutnings til ESB án aðflutningsgjalda. Ef þær skila árangri munu þær eðli málsins samkvæmt fela í sér auknar heimildir til innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB-löndum. Gildandi samningur um sölu landbúnaðarafurða milli ESB og Íslands er frá árinu 2007 og byggir á 19. grein EES-samningsins. Þar er kveðið á um að Ísland megi flytja 1.850 tonn af lambakjöti til ESB, 380 tonn af skyri og 350 tonn af smjöri tollfrjálst. Á móti kemur að ESB-ríki mega selja hingað til lands um 100 tonn af nautakjöti og 200 tonn af svína- og alifuglakjöti auk osta og ýmiss konar unninna kjötvara, án tolla. Guðni Ágústsson, framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði, segir í samtali við Fréttablaðið að allt útlit sé fyrir að útflutningskvóti fyrir skyr og smjör til ESB-landa fyllist áður en langt um líði. „Sala á skyri til útlanda hefur aukist gríðarlega undanfarið og mikil eftirspurn er til dæmis í Finnlandi. Þannig erum við með of lítinn kvóta miðað við stöðu dagsins og það kallar á nýja samninga við ESB." Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að honum sé kunnugt um að þreifingar hafi verið í þá átt að auka tollkvóta í lambakjöti. Honum finnst líklegt að tollkvótinn klárist brátt. Unnið sé að því að afla nýrra markaða fyrir íslenska lambið.- þj
Fréttir Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira