Afnám prófa getur leitt til ójöfnuðar 16. september 2011 05:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Afnám samræmdra prófa í grunnskólum hefur mögulega leitt til ójöfnuðar og jafnvel brots á jafnræðisreglu. Þetta er mat Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hún hefur lagt fram fyrirspurn þar sem óskað er eftir því að einkunnir nemenda í tíunda bekk í íslensku og stærðfræði og fylgni þeirra við könnunarpróf Námsmatsstofnunar verði skoðuð þrjú ár aftur í tímann. „Ofan á reglur um hverfisskólaforgang er komin óskýr flokkun á skólum og gæðum þeirra. Það er þekking til staðar og reynsla í framhaldsskólunum um það hvaða grunnskólar og nemendur hvaða grunnskóla hafa staðið sig betur en aðrir og jafnvel að einhverjir skólar séu með talsverða hækkun meðaleinkunna eftir að samræmdu prófin hurfu frá. Þegar samræmdir mælikvarðar detta alveg út er eðlilegt að skólarnir búi sér til kerfi til að meta sem best stöðu nemenda,“ segir Þorbjörg. Í sumum grunnskólum er mikill munur á skólaeinkunnum og einkunnum nemenda úr samræmdum könnunarprófum, meiri en eðlilegt gæti talist. „Nemendur í grunnskólum sem nota prófeinkunn eða hafa ekki vinnueinkunn sem hátt hlutfall af lokaeinkunn eiga þá til dæmis erfiðara með að komast í draumaskólann.“ Þorbjörg segir að ræða hefði mátt aðra kosti en að afnema samræmdu prófin alveg. „Það hefði alveg mátt ræða að hafa miðlæga prófmiðstöð svo hægt væri að taka próf á sínum tíma og taka próf sem væru í öðrum fögum en íslensku og stærðfræði en væru samt samræmd til að mæta þeirra gagnrýni sem var höfð frammi.“- þeb
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira