Ísland ekki tapað verðmætum sínum 16. september 2011 06:30 robert Z. Aliber Aliber segist kunna vel við land og þjóð og er bjartsýnn á framtíðarhorfur landsins þrátt fyrir þá alvarlegu niðursveiflu sem hér hafi orðið í kjölfar bankahrunsins. Fréttablaðið/valli Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt. Þegar bankarnir svo hrundu haustið eftir sagði prófessorinn litríki um þáverandi ríkisstjórn og stjórnendur Seðlabankans að ólíklegt væri að nýir leiðtogar sem valdir væru af handahófi í símaskránni gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða. Aliber kom enn á ný til Íslands í vikunni og lék blaðamanni fyrst forvitni á að vita hvort hann hefði ekki tekið full harkalega til orða á sínum tíma. „Alls ekki. Þáverandi ríkisstjórn bar ekkert skynbragð á það sem var að gerast á mörkuðum á þessum tíma. Þvert á móti virtist hún stolt af fífldirfsku íslensku bankamannanna og tók vel í þá hugmynd að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð,“ segir Aliber og heldur áfram: „Ríkisstjórnin leit ekki til þeirra fordæma sem voru til staðar, svo sem Taílands. Hún hvatti fólk til lántöku í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna kaup á húsum og bílum. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar kostaði fjölmarga mikla peninga og olli íslenskum fjölskyldum miklum erfiðleikum. Það er ekki þar með sagt að hægt hefði verið að einangra Ísland frá alþjóðlegu lánsfjárbólunni en ríkisstjórninni mistókst algjörlega að hemja umsvif bankanna og auðjöfranna. Ég var því þvert á móti ekki nægilega harðorður í garð ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og annarra eftirlitsaðila.“ Endurreisnin gengið ágætlegaAliber segist hafa fylgst með þróun mála á Íslandi frá hruni með öðru auganu en játar þó að vera ekki með öll smáatriði á hreinu. Hann segist hafa búist við mjög alvarlegri niðursveiflu hér á landi sem hafi orðið raunin með öllum þeim peningalegu og félagslegu erfiðleikum sem fylgi með. Hann segir Íslendinga þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum landsins. „Lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eiga það til að jafna sig fyrr en stærri og stirðari hagkerfi þegar áfall dynur yfir. Þar fyrir utan hefur Ísland ekki tapað hinum raunverulegu verðmætum sínum; vel menntuðu vinnuafli, fiskimiðunum, ódýrri orku og svo framvegis,“ segir Aliber. Spurður hvort hann telji að Íslandi hafi gengið vel að komast aftur á fæturna eftir hrunið svarar Aliber: „Ég held það. Ég held að endurreisnin hafi gengið ágætlega. Mér sýnist hins vegar sem svo að sumir Íslendingar telji enn þá að ástandið hér í lok árs 2007 hafi á einhvern hátt verið eðlilegt ástand. Það var það auðvitað ekki, hið eðlilega ástand er miklu frekar staðan eins og hún var á Íslandi í lok árs 2003. Ég hef svo sem ekki borið saman ástandið núna árið 2011 og ástandið árið 2003 en mín ágiskun væri að það sé svipað í augum þeirra sem hafa vinnu.“ Aliber bætir síðan við að atvinnuleysi sé vitaskuld meira en hægt sé að sætta sig við, ekki síst meðal þeirra sem eru að koma nýir inn á vinnumarkað. „Fyrirtæki eru enn efins um nýjar ráðningar. Það er hins vegar alþjóðlegt vandamál. Sé horft á þau lönd sem lentu í fjármálakrísu á sama tíma og Ísland; Írland, Bandaríkin, Bretland og Spánn, þá er Ísland sennilega það land sem er að ná sér á mestum hraða,“ segir Aliber. Þegar Aliber kom hingað til lands stuttu eftir fall íslensku bankanna lagði hann á það þunga áherslu að leyfa ætti gengi íslensku krónunnarað lækka verulega. Það myndi bæta samkeppnisstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja, fjölga ferðamönnum og draga úr innflutningi sem myndi allt hjálpa hagkerfinu að komast í gegnum erfiðleikana. Spurður hvort hann telji þess vegna það hafa verið mistök að koma hér á gjaldeyrishöftum svarar Aliber: „Ég ræddi það nú ekki sérstaklega á sínum tíma en ég hefði nú alveg íhugað þann kost fyrir Ísland. Ég hins vegar tók eftir því þegar ég tók leigubíl frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur að ferðin kostaði næstum því það sama í dollurum talið og árið 2007. Ég dreg þá ályktun af þeirri reynslu að gjaldmiðilinn hafi kannski ekki veikst alveg nægilega mikið. Kannski ætti krónan að vera 10 til 20 prósentum lægri sem myndi þá benda til þess að gjaldeyrishöftin hefðu verið of stíf.“ Grikkland yfirgefur brátt evrunaStóra hagræna umræðuefnið þessa dagana eru erfiðleikarnir sem verið hafa á evrusvæðinu síðustu mánuði. Aliber segir í raun tvær nátengdar krísur að verki á svæðinu. „Önnur krísan varðar þjóðríki; Grikkland og Portúgal aðallega en líka Spán og Írland. Hin krísan varðar evrópskar fjármálastofnanir. Fyrri krísan varð vegna þess að franskir, þýskir og jafnvel ítalskir bankar lánuðu gríska ríkinu óheyrilegar fjárhæðir sem gríska ríkið tók fegins hendi. Bankarnir misstu allt veruleikaskyn í þessum lánveitingum sínum og héldu þeim áfram í nokkur ár eftir að það varð augljóst að ríkisfjármálastaðan í Grikklandi var ekki sjálfbær,“ segir Aliber. „Grikkland stendur því eftir með gríðarlegar skuldir sem það getur tæpast borgað til baka en greiðslufall ríkisins myndi valda bönkunum gífurlegu tapi. Síðan virðist Seðlabanki Evrópu hafa misskilið vanda Grikkja. Þar á bæ töldu menn að stóri vandi Grikklands væri ríkisfjármálin. Það sem skiptir meiru máli er hins vegar hinn undirliggjandi vandi sem er sá, að gjaldmiðill Grikklands, evran, er alltof hátt skráður fyrir gríska ríkið sem hefur þar með skelfilega samkeppnisstöðu.“ Aliber segir lausnina við vandanum í raun blasa við. „Ríku löndin í Evrópusambandinu ættu að segja eftirfarandi við Grikkland. Við erum tilbúin að lána ykkur svona mikla peninga. Ef þið getið lagað ríkisfjármálastöðuna áður en þeir peningar klárast, þá er það fínt. Ef þið getið það ekki þá ættuð þið að íhuga alvarlega að yfirgefa evruna um tíma,“ segir Aliber. Ólíkt mörgum bandarískum kollegum sínum er Aliber hrifinn af þeirri tilraun sem myntsamstarf evruríkjanna er. Honum finnst óskiljanleg sú þórðargleði sem gert hafi vart við sig meðal þeirra sem gagnrýnt hafa evruna frá upphafi. Evran sé merkileg tilraun sem hafi alls ekki verið dæmd til mistakast eins og sumir hafi haldið fram. „Forgangsatriði evruríkjanna nú ætti að vera það að stefna ekki myntsamstarfinu í hættu. Þurfi Grikkland að yfirgefa evruna til þess, þá verður svo að vera,“ segir Aliber og bætir við: „Það er enginn heimsendir þó Grikkland yfirgefi evruna. Fjöldi fólks gengur í hjónaband og lýsir því yfir að það muni vara til dauðadags. Svo líða nokkur ár og parið skilur. Það er ekki eðlilegt að ætlast til þess evruríkin verði í samstarfinu að eilífu.“ Þá leggur Aliber áherslu á að ríki Evrópusambandsins tryggi bönkum á heimamarkaði sínum aðgang að nægu eigin fé. Það þurfi ekki að gerast í gegnum Evrópusambandið og ríkin geti ráðið því hvort það sé gert með lánum til banka eða með því að taka eignarhlut í bönkunum. Spurður hvernig hann telji að þróunin verði í Evrópu næstu mánuðina svarar Aliber: „Á næstu tveimur mánuðum mun Grikkland yfirgefa evruna. Rétt eins og það var gert áhlaup á íslensku bankana árið 2008, þá er byrjað áhlaup á grísku bankana. Það er einungis tímaspursmál hvenær Þjóðverjar og Frakkar átta sig á því að Grikkland hefur ekki burði til að laga hjá sér ríkisfjármálin.“ Aliber telur hin krísuríkin í Evrópu; Portúgal, Spán og Írland, aftur á móti fær um að komast í gegnum erfiðleikana þar sem innviðir þeirra séu sterkari. Efins um að evran henti ÍslandiHaustið 2008 varaði Aliber við því að Íslendingar tækju upp evru að svo stöddu. Spurður um viðhorf sín til þeirrar ráðstöfunar núna svarar Aliber: „Í þessu máli standa Íslendingar í raun frammi fyrir tveimur spurningum. Önnur varðar það hvort landið eigi að ganga í Evrópusambandið en hin hvort landið eigi að taka upp evruna. Ég tel að svarið við fyrri spurningunni sé já. Ísland ætti sennilega að ganga í Evrópusambandið til að njóta að fullu ábata hins sameinaða markaðar. Ég held hins vegar að það sé ekki skynsamlegt fyrir Íslendinga að taka upp evru meðan óvissan er jafn mikil og raun ber vitni á evrusvæðinu. Ég mæli með því að farið verði hægt í þeim efnum og staðan metin þegar öll kurl eru komin til grafar.“ Aliber segist jafnframt efins um það hvort evran henti íslenska hagkerfinu til lengri tíma. Það sé á margan hátt ólíkt hagkerfum Norður-Evrópu. Að lokum segir Aliber að Ísland sé að mörgu leyti merkilegt land. „Íslenska hagkerfið er svo opið að það er auðvelt að skilja þá hagrænu ferla sem hér eru að verki. Það má í raun segja að Ísland sé eins konar hagfræðilegur smáheimur,“ segir Aliber og heldur áfram: „Vinur minn sagði við mig fyrir skömmu: Bob, Darwin fór til Galapagos-eyja og sá þar hluti sem hann hefði getað séð í Englandi en voru mun skýrari á Galapagos. Þú fórst til Íslands og sást þar hluti sem þú hefðir getað séð í Japan eða Taílandi en voru skýrastir á Íslandi.“ Fréttir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Robert Z. Aliber, prófessor á eftirlaunum við Háskólann í Chicago, heimsótti Ísland þrisvar sinnum á árunum 2007 og 2008 og vakti nokkra athygli í hvert sinn. Sumarið 2007 sagði hann íslenskt efnahagslíf hafa öll merki bóluhagkerfis og spáði harðri lendingu. Vorið 2008 málaði hann aftur upp dökka mynd af stöðu efnahagsmála og sagði íslensku bankana berskjaldaða gagnvart áhlaupi sem væri jafnvel þegar hafið. Því þyrfti að grípa til róttækra ráðstafana og jafnvel skipta bönkunum í tvennt. Þegar bankarnir svo hrundu haustið eftir sagði prófessorinn litríki um þáverandi ríkisstjórn og stjórnendur Seðlabankans að ólíklegt væri að nýir leiðtogar sem valdir væru af handahófi í símaskránni gætu valdið jafnmiklum efnahagslegum glundroða. Aliber kom enn á ný til Íslands í vikunni og lék blaðamanni fyrst forvitni á að vita hvort hann hefði ekki tekið full harkalega til orða á sínum tíma. „Alls ekki. Þáverandi ríkisstjórn bar ekkert skynbragð á það sem var að gerast á mörkuðum á þessum tíma. Þvert á móti virtist hún stolt af fífldirfsku íslensku bankamannanna og tók vel í þá hugmynd að gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð,“ segir Aliber og heldur áfram: „Ríkisstjórnin leit ekki til þeirra fordæma sem voru til staðar, svo sem Taílands. Hún hvatti fólk til lántöku í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna kaup á húsum og bílum. Aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar kostaði fjölmarga mikla peninga og olli íslenskum fjölskyldum miklum erfiðleikum. Það er ekki þar með sagt að hægt hefði verið að einangra Ísland frá alþjóðlegu lánsfjárbólunni en ríkisstjórninni mistókst algjörlega að hemja umsvif bankanna og auðjöfranna. Ég var því þvert á móti ekki nægilega harðorður í garð ríkisstjórnarinnar, Seðlabankans og annarra eftirlitsaðila.“ Endurreisnin gengið ágætlegaAliber segist hafa fylgst með þróun mála á Íslandi frá hruni með öðru auganu en játar þó að vera ekki með öll smáatriði á hreinu. Hann segist hafa búist við mjög alvarlegri niðursveiflu hér á landi sem hafi orðið raunin með öllum þeim peningalegu og félagslegu erfiðleikum sem fylgi með. Hann segir Íslendinga þó ekki þurfa að hafa áhyggjur af framtíðarhorfum landsins. „Lítil, opin hagkerfi eins og Ísland eiga það til að jafna sig fyrr en stærri og stirðari hagkerfi þegar áfall dynur yfir. Þar fyrir utan hefur Ísland ekki tapað hinum raunverulegu verðmætum sínum; vel menntuðu vinnuafli, fiskimiðunum, ódýrri orku og svo framvegis,“ segir Aliber. Spurður hvort hann telji að Íslandi hafi gengið vel að komast aftur á fæturna eftir hrunið svarar Aliber: „Ég held það. Ég held að endurreisnin hafi gengið ágætlega. Mér sýnist hins vegar sem svo að sumir Íslendingar telji enn þá að ástandið hér í lok árs 2007 hafi á einhvern hátt verið eðlilegt ástand. Það var það auðvitað ekki, hið eðlilega ástand er miklu frekar staðan eins og hún var á Íslandi í lok árs 2003. Ég hef svo sem ekki borið saman ástandið núna árið 2011 og ástandið árið 2003 en mín ágiskun væri að það sé svipað í augum þeirra sem hafa vinnu.“ Aliber bætir síðan við að atvinnuleysi sé vitaskuld meira en hægt sé að sætta sig við, ekki síst meðal þeirra sem eru að koma nýir inn á vinnumarkað. „Fyrirtæki eru enn efins um nýjar ráðningar. Það er hins vegar alþjóðlegt vandamál. Sé horft á þau lönd sem lentu í fjármálakrísu á sama tíma og Ísland; Írland, Bandaríkin, Bretland og Spánn, þá er Ísland sennilega það land sem er að ná sér á mestum hraða,“ segir Aliber. Þegar Aliber kom hingað til lands stuttu eftir fall íslensku bankanna lagði hann á það þunga áherslu að leyfa ætti gengi íslensku krónunnarað lækka verulega. Það myndi bæta samkeppnisstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja, fjölga ferðamönnum og draga úr innflutningi sem myndi allt hjálpa hagkerfinu að komast í gegnum erfiðleikana. Spurður hvort hann telji þess vegna það hafa verið mistök að koma hér á gjaldeyrishöftum svarar Aliber: „Ég ræddi það nú ekki sérstaklega á sínum tíma en ég hefði nú alveg íhugað þann kost fyrir Ísland. Ég hins vegar tók eftir því þegar ég tók leigubíl frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur að ferðin kostaði næstum því það sama í dollurum talið og árið 2007. Ég dreg þá ályktun af þeirri reynslu að gjaldmiðilinn hafi kannski ekki veikst alveg nægilega mikið. Kannski ætti krónan að vera 10 til 20 prósentum lægri sem myndi þá benda til þess að gjaldeyrishöftin hefðu verið of stíf.“ Grikkland yfirgefur brátt evrunaStóra hagræna umræðuefnið þessa dagana eru erfiðleikarnir sem verið hafa á evrusvæðinu síðustu mánuði. Aliber segir í raun tvær nátengdar krísur að verki á svæðinu. „Önnur krísan varðar þjóðríki; Grikkland og Portúgal aðallega en líka Spán og Írland. Hin krísan varðar evrópskar fjármálastofnanir. Fyrri krísan varð vegna þess að franskir, þýskir og jafnvel ítalskir bankar lánuðu gríska ríkinu óheyrilegar fjárhæðir sem gríska ríkið tók fegins hendi. Bankarnir misstu allt veruleikaskyn í þessum lánveitingum sínum og héldu þeim áfram í nokkur ár eftir að það varð augljóst að ríkisfjármálastaðan í Grikklandi var ekki sjálfbær,“ segir Aliber. „Grikkland stendur því eftir með gríðarlegar skuldir sem það getur tæpast borgað til baka en greiðslufall ríkisins myndi valda bönkunum gífurlegu tapi. Síðan virðist Seðlabanki Evrópu hafa misskilið vanda Grikkja. Þar á bæ töldu menn að stóri vandi Grikklands væri ríkisfjármálin. Það sem skiptir meiru máli er hins vegar hinn undirliggjandi vandi sem er sá, að gjaldmiðill Grikklands, evran, er alltof hátt skráður fyrir gríska ríkið sem hefur þar með skelfilega samkeppnisstöðu.“ Aliber segir lausnina við vandanum í raun blasa við. „Ríku löndin í Evrópusambandinu ættu að segja eftirfarandi við Grikkland. Við erum tilbúin að lána ykkur svona mikla peninga. Ef þið getið lagað ríkisfjármálastöðuna áður en þeir peningar klárast, þá er það fínt. Ef þið getið það ekki þá ættuð þið að íhuga alvarlega að yfirgefa evruna um tíma,“ segir Aliber. Ólíkt mörgum bandarískum kollegum sínum er Aliber hrifinn af þeirri tilraun sem myntsamstarf evruríkjanna er. Honum finnst óskiljanleg sú þórðargleði sem gert hafi vart við sig meðal þeirra sem gagnrýnt hafa evruna frá upphafi. Evran sé merkileg tilraun sem hafi alls ekki verið dæmd til mistakast eins og sumir hafi haldið fram. „Forgangsatriði evruríkjanna nú ætti að vera það að stefna ekki myntsamstarfinu í hættu. Þurfi Grikkland að yfirgefa evruna til þess, þá verður svo að vera,“ segir Aliber og bætir við: „Það er enginn heimsendir þó Grikkland yfirgefi evruna. Fjöldi fólks gengur í hjónaband og lýsir því yfir að það muni vara til dauðadags. Svo líða nokkur ár og parið skilur. Það er ekki eðlilegt að ætlast til þess evruríkin verði í samstarfinu að eilífu.“ Þá leggur Aliber áherslu á að ríki Evrópusambandsins tryggi bönkum á heimamarkaði sínum aðgang að nægu eigin fé. Það þurfi ekki að gerast í gegnum Evrópusambandið og ríkin geti ráðið því hvort það sé gert með lánum til banka eða með því að taka eignarhlut í bönkunum. Spurður hvernig hann telji að þróunin verði í Evrópu næstu mánuðina svarar Aliber: „Á næstu tveimur mánuðum mun Grikkland yfirgefa evruna. Rétt eins og það var gert áhlaup á íslensku bankana árið 2008, þá er byrjað áhlaup á grísku bankana. Það er einungis tímaspursmál hvenær Þjóðverjar og Frakkar átta sig á því að Grikkland hefur ekki burði til að laga hjá sér ríkisfjármálin.“ Aliber telur hin krísuríkin í Evrópu; Portúgal, Spán og Írland, aftur á móti fær um að komast í gegnum erfiðleikana þar sem innviðir þeirra séu sterkari. Efins um að evran henti ÍslandiHaustið 2008 varaði Aliber við því að Íslendingar tækju upp evru að svo stöddu. Spurður um viðhorf sín til þeirrar ráðstöfunar núna svarar Aliber: „Í þessu máli standa Íslendingar í raun frammi fyrir tveimur spurningum. Önnur varðar það hvort landið eigi að ganga í Evrópusambandið en hin hvort landið eigi að taka upp evruna. Ég tel að svarið við fyrri spurningunni sé já. Ísland ætti sennilega að ganga í Evrópusambandið til að njóta að fullu ábata hins sameinaða markaðar. Ég held hins vegar að það sé ekki skynsamlegt fyrir Íslendinga að taka upp evru meðan óvissan er jafn mikil og raun ber vitni á evrusvæðinu. Ég mæli með því að farið verði hægt í þeim efnum og staðan metin þegar öll kurl eru komin til grafar.“ Aliber segist jafnframt efins um það hvort evran henti íslenska hagkerfinu til lengri tíma. Það sé á margan hátt ólíkt hagkerfum Norður-Evrópu. Að lokum segir Aliber að Ísland sé að mörgu leyti merkilegt land. „Íslenska hagkerfið er svo opið að það er auðvelt að skilja þá hagrænu ferla sem hér eru að verki. Það má í raun segja að Ísland sé eins konar hagfræðilegur smáheimur,“ segir Aliber og heldur áfram: „Vinur minn sagði við mig fyrir skömmu: Bob, Darwin fór til Galapagos-eyja og sá þar hluti sem hann hefði getað séð í Englandi en voru mun skýrari á Galapagos. Þú fórst til Íslands og sást þar hluti sem þú hefðir getað séð í Japan eða Taílandi en voru skýrastir á Íslandi.“
Fréttir Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira