Almannagjá er eins og svissneskur ostur 16. september 2011 06:00 Umferð er lokað um veginn efst í Almannagjá á meðan hreinsað er upp úr gjánni sem byrjaði sem lítil hola í mars. Mynd/Einar Á. E. Sæmundsen Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kárastaðastíg um Almannagjá hefur verið lokað vegna sprungunnar sem þar birtist í mars og nú stækkar dag frá degi. Unnið er að því að hreinsa upp úr nýju gjánni. „Þetta er nánast eins og ostur. Það eru stór gímöld og göt í öllum stígnum ofanverðum," segir Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður úr VG og formaður Þingvallanefndar, sem í gær fundaði um málið. Endanlegar ákvarðanir um hvernig gengið verður frá nýju sprungunni bíða þar til hún er fullkönnuð. „Þarna hafa menn farið um á þunnu sandlagi sem hvíldi í lausu lofti. Það voru steinar þarna undir sums staðar en ég skil ekki á hverju hitt hefur hangið. Helst virðist þetta hafa hangið saman á lyginni. Það er eiginlega mesta mildi að það skuli ekki einn eða tveir þjóðarleiðtogar liggja þarna niðri," segir Þráinn Bertelsson, hinn fulltrúi VG í Þingvallanefnd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, alþingismaður og annar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í Þingvallanefnd, tekur undir að vegurinn hafi verið ótryggur. Heppni hafi verið að slys hafi ekki orðið. „Menn hafa nefnt í gríni að þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kom hér í heimsókn 2002 var hann síðasti maðurinn sem keyrði niður Almannagjá. Það mátti þakka fyrir að hann húrraði ekki niður," segir Þorgerður, sem kveðst greina samhljóm í nefndinni um að gera almenningi kleift að njóta þess náttúruundurs sem þarna megi líta.DV 18. júní 2002 Öryggisverðir voru á hverju strái og þyrla sveimaði yfir og allt um kring þegar forseti Kína fékk síðastur manna undanþágu og ók í bílalest ofan í Almannagjá grunlaus um tímasprengjuna á Kárastaðastíg.„Menn átta sig á að það þarf að finna lausn gagnvart almenningi og ferðamönnum og leyfa fólki að upplifa hvað þetta er stórkostlegt," segir Þorgerður. Þingvallanefnd ræðir meðal annars þá hugmynd að gera göngubrú yfir sprunguna. Þráinn Bertelsson segir að þó myndi hann helst vilja að sprungunni verði lokað með „ósýnilegri" brú. „Það er hægt að loka gjánni með stálplötum og moka síðan aftur ofan á. Þá lítur þetta út eins og það hefur alltaf gert á tíma þeirra sem nú lifa. Það má mikið koma til að ég falli frá því að leysa málið með slíkri ósýnilegri brú," segir Þráinn. Álfheiður Ingadóttir segir hins vegar að Þingvallanefnd hafi ákveðið strax í upphafi að ekki yrði mokað ofan í sprunguna. „Við tókum afstöðu til þess strax á fyrsta fundi að gera það ekki heldur nýta þetta ómetanlega tækifæri til að kynna og kynnast betur þeim kröftum sem eru að verki á Þingvöllum," segir formaður Þingvallanefndar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira