Bókauppskeran Bergsteinn Sigurðsson skrifar 17. september 2011 11:00 Meðbyr er með íslensku bókmenntalífi þessi dægrin. Reykjavík var á dögunum valin ein af bókmenntaborgum Unesco, en það býður upp á mikla möguleika til grasrótarstarfs; fjöldi merkra rithöfunda lagði leið sína á nýafstaðna Bókmenntahátíð í Reykjavík; fram undan er bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur; Gyrðir Elíasson tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember; að ógleymdu hinu árlega jólabókaflóði, en fyrstu bárur þess falla nú þegar að landi. Allt eru þetta birtingarmyndir gróskumikils bókmenntastarfs þar sem við njótum góðs af störfum rithöfunda á sviði skáldskapar, fræða og annarra bókmenntategunda. Fullyrðingin um bókaþjóðina, sem við grípum til á tyllidögum, kann að vera orðum aukin en ýmislegt rennir stoðum undir hana. Samkvæmt áætlun Félags íslenskra bókaútgefenda koma alls um 1.500 titlar af allra handa bókum út á hverju ári hér á landi. Til samanburðar koma út um milljón titlar á ári í Bandaríkjunum, sem eru um þúsund sinnum fjölmennari en Ísland. Samkvæmt íslenskri menningarvog, skýrslu sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í fyrra, lesa rúmlega 80 prósent landsmanna sér til ánægju. Ákvörðun stjórnvalda um að lækka virðisaukaskatt á rafbókum úr 25 prósentum niður í sjö prósent sætir allnokkrum tíðindum; Ísland verður þar með fyrsta ríkið í Evrópu (og eitt af örfáum í heiminum) til að færa virðisaukaskatt á rafbókum til jafns við innbundin verk. Margt má þó betur fara. Úrval þýðinga verður til að mynda einsleitara með hverju árinu, þar sem glæpasagan fær sífellt meira vægi á kostnað annarra bókmenntategunda. Það er undir hælinn lagt að þær bækur sem hvað merkilegastar þykja á ári hverju á Norðurlöndum, til dæmis handhafar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, séu þýddar á íslensku – jafnvel þótt til sé sérstakur sjóður fyrir norrænar þýðingar. Bókmenntalegt samtal Íslands við frændþjóðirnar er langtum minna en á milli þeirra innbyrðis. Eins og fæðuöryggið byggist menningaröryggi okkar að miklu leyti á aðföngum að utan. Ríkið leikur mikilvægt hlutverk í bókmenntalífi okkar, einkum með framlagi í ritlaunasjóði. Aftur á móti skortir fastmótaða bókmenntastefnu með skilgreindum markmiðum. Hvers vegna er til dæmis bókaútgáfa á vegum ríkisins svo sjaldan boðin út? Hví er svo lítil endurnýjun í gerð skólabóka fyrir börn? Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að 30 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára lesa ekki bækur sér til ánægju. Þetta er sérlega varhugaverð þróun í ljósi þess að framlög til skólabókasafna hafa verið skorin niður við trog á undanförnum árum. Sporna þarf við þessari hnignun. Bókamessan í Frankfurt markar viss tímamót. Eftir að hafa læðst með veggjum í samfélagi þjóðanna undanfarin þrjú ár stígum við loksins fram keik og í þetta sinn með raunveruleg verðmæti fram að færa. Vonandi nýtist athyglin sem íslenskar rithöfundar njóta í Þýskalandi og víðar nú um mundir þeim vel. Góður skáldskapur á jú erindi við allan heiminn. En þótt við njótum nú góðrar uppskeru skulum við ekki gleyma að hirða um garðinn sem hún sprettur úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun
Meðbyr er með íslensku bókmenntalífi þessi dægrin. Reykjavík var á dögunum valin ein af bókmenntaborgum Unesco, en það býður upp á mikla möguleika til grasrótarstarfs; fjöldi merkra rithöfunda lagði leið sína á nýafstaðna Bókmenntahátíð í Reykjavík; fram undan er bókamessan í Frankfurt þar sem Ísland verður heiðursgestur; Gyrðir Elíasson tekur við Bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn í nóvember; að ógleymdu hinu árlega jólabókaflóði, en fyrstu bárur þess falla nú þegar að landi. Allt eru þetta birtingarmyndir gróskumikils bókmenntastarfs þar sem við njótum góðs af störfum rithöfunda á sviði skáldskapar, fræða og annarra bókmenntategunda. Fullyrðingin um bókaþjóðina, sem við grípum til á tyllidögum, kann að vera orðum aukin en ýmislegt rennir stoðum undir hana. Samkvæmt áætlun Félags íslenskra bókaútgefenda koma alls um 1.500 titlar af allra handa bókum út á hverju ári hér á landi. Til samanburðar koma út um milljón titlar á ári í Bandaríkjunum, sem eru um þúsund sinnum fjölmennari en Ísland. Samkvæmt íslenskri menningarvog, skýrslu sem unnin var fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið í fyrra, lesa rúmlega 80 prósent landsmanna sér til ánægju. Ákvörðun stjórnvalda um að lækka virðisaukaskatt á rafbókum úr 25 prósentum niður í sjö prósent sætir allnokkrum tíðindum; Ísland verður þar með fyrsta ríkið í Evrópu (og eitt af örfáum í heiminum) til að færa virðisaukaskatt á rafbókum til jafns við innbundin verk. Margt má þó betur fara. Úrval þýðinga verður til að mynda einsleitara með hverju árinu, þar sem glæpasagan fær sífellt meira vægi á kostnað annarra bókmenntategunda. Það er undir hælinn lagt að þær bækur sem hvað merkilegastar þykja á ári hverju á Norðurlöndum, til dæmis handhafar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, séu þýddar á íslensku – jafnvel þótt til sé sérstakur sjóður fyrir norrænar þýðingar. Bókmenntalegt samtal Íslands við frændþjóðirnar er langtum minna en á milli þeirra innbyrðis. Eins og fæðuöryggið byggist menningaröryggi okkar að miklu leyti á aðföngum að utan. Ríkið leikur mikilvægt hlutverk í bókmenntalífi okkar, einkum með framlagi í ritlaunasjóði. Aftur á móti skortir fastmótaða bókmenntastefnu með skilgreindum markmiðum. Hvers vegna er til dæmis bókaútgáfa á vegum ríkisins svo sjaldan boðin út? Hví er svo lítil endurnýjun í gerð skólabóka fyrir börn? Í áðurnefndri skýrslu kemur fram að 30 prósent ungmenna á aldrinum 18 til 29 ára lesa ekki bækur sér til ánægju. Þetta er sérlega varhugaverð þróun í ljósi þess að framlög til skólabókasafna hafa verið skorin niður við trog á undanförnum árum. Sporna þarf við þessari hnignun. Bókamessan í Frankfurt markar viss tímamót. Eftir að hafa læðst með veggjum í samfélagi þjóðanna undanfarin þrjú ár stígum við loksins fram keik og í þetta sinn með raunveruleg verðmæti fram að færa. Vonandi nýtist athyglin sem íslenskar rithöfundar njóta í Þýskalandi og víðar nú um mundir þeim vel. Góður skáldskapur á jú erindi við allan heiminn. En þótt við njótum nú góðrar uppskeru skulum við ekki gleyma að hirða um garðinn sem hún sprettur úr.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun