Rússum spáð kosningasigri 17. september 2011 01:00 Líklegur sigurvegari Stór veggmynd af Nils Usakovs, hinum 34 ára gamla leiðtoga rússneskumælandi Letta, blasir við á húsvegg í höfuðborginni Ríga. nordicphotos/AFP „Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
„Það er mjög mikilvægt að Samhljómsflokkurinn komist í ríkisstjórn,“ sagði Nils Usakovs, leiðtogi flokksins, sem spáð er stórsigri í þingkosningum í Lettlandi í dag. Samhljómsflokkurinn er flokkur sósíaldemókrata en hefur til þessa sótt fylgi sitt að mestu til rússneska minnihlutans í Lettlandi, en nærri þriðjungur íbúa landsins á rætur að rekja til Rússlands. Usakovs segir það vera sitt hjartans mál að sýna landsmönnum fram á að vel sé hægt að treysta Rússum til að taka þátt í stjórn landsins. Vandinn er hins vegar sá, að flokkurinn hefur ekki viljað viðurkenna að Lettland var hernumið af Sovétríkjunum í hálfa öld. Usakovs hefur meira að segja lagt til, að bannað verði að ræða þessa sögu þangað til árið 2014, þegar næst verður kosið til þings í Lettlandi. Valdis Dombrovski forsætisráðherra hefur hafnað þeirri hugmynd og segir að Samhljómsflokkurinn verði fyrst að viðurkenna hernámið áður en hann geti tekið þátt í stjórnarsamstarfi. Kosningarnar í dag eru aukakosningar, sem óvænt var boðað til í maí síðastliðnum eftir að Valdis Zatlers, þáverandi forseti, lenti í hörðum ágreiningi við þjóðþing landsins. Sú deila snerist um spillingarrannsókn, sem þingið fór að skipta sér af. Forsetinn leysti þá upp þingið, og sú ákvörðun forsetans fékk yfirgnæfandi stuðning í þjóðaratkvæðagreiðslu í sumar. Þingið brást hins vegar ókvæða við og endurgalt Zatler með því að endurkjósa hann ekki í forsetaembættið, þegar forsetakjör fór fram í júní. Usakovs, leiðtogi Samhljómsflokksins, er 34 ára. Hann var blaðamaður þangað til hann var kjörinn á þing árið 2006. Árið 2009 varð hann síðan borgarstjóri í Ríga, höfuðborg landsins, en það var í fyrsta sinn sem fulltrúi rússneska minnihlutans fékk það embætti síðan landið varð sjálfstætt fyrir tuttugu árum. Nýleg skoðanakönnun sýnir að ríflega fimmtungur kjósenda hugsar sér að kjósa Samhljómsflokkinn, sem yrði þá stærsti flokkur landsins. Óákveðnir kjósendur eru hins vegar nærri 29 prósent, þannig að mikið veltur á því hvert atkvæði þeirra fara. Usakovs vonast til þess að komast í stjórn og ná þar árangri, en segir að jafnvel þótt þeirri stjórn takist ekki vel upp þá hafi honum að minnsta kosti tekist að brjóta ísinn. „Næst þegar rússneskumælandi vinstrimenn verða ráðherrar, þá verður það auðveldara fyrir þá.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira