Tímabær stefnumótun Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. september 2011 09:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni.
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar