Tímabær stefnumótun Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. september 2011 09:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiði skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar