Fyrirtæki skapi sátt með jafnlaunastaðli 27. september 2011 06:00 Launajafnrétti „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu,“ segir Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja. Fréttablaðið/gva Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Vinnuhópur tækninefndar Staðlaráðs er að leggja lokahönd á tillögu um jafnlaunastaðal sem fyrirtæki og stofnanir geta síðan tekið í notkun, að því er Hildur Jónsdóttir, formaður tækninefndar ráðsins og sérfræðingur stjórnarráðsins í jafnrétti kynja, greinir frá. Félags- og tryggingamálaráðuneytið, Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins leituðu til Staðlaráðs vegna gerðar jafnlaunastaðals og hófst vinnan í ársbyrjun 2009. „Staðlaráð tilkynnti þá strax að það væri almennt viðurkennt að þrjú ár þyrfti til slíks verkefnis. Ráðið sendi erindi til allra hagsmunaaðila og bauð þeim að taka þátt. Þeir sem svöruðu kallinu mynda tækninefnd. Vonandi samþykkir tækninefndin tillögu vinnuhópsins,“ segir Hildur. Því næst þarf að auglýsa svokallað frumvarp að staðlinum, segir Hildur. „Það þarf að gefa rúman tíma fyrir athugasemdir sem hver sem er getur komið með. Taka þarf þær allar til efnislegrar umfjöllunar og veita rökstudd svör. Ég geri mér vonir um að auglýsingaferlið geti hafist fyrir áramót. Frestur til að skila inn athugasemdum yrði tveir til þrír mánuðir og mögulega tæki það tvo mánuði að vinna úr þeim.“ Að sögn Hildar þurfa jafnframt vottunarstofur eða einhvers konar úttektaraðilar að uppfylla ákveðnar hæfniskröfur til að sýna að þau geti tekið út fyrirtæki samkvæmt staðlinum. Nokkur fyrirtæki hafa þegar lýst yfir áhuga á að taka upp jafnlaunastaðal. „Þau hafa verið að reyna að fylgjast með vinnunni auk þess sem nokkrir úr starfsmannadeildum stórra fyrirtækja hafa tekið þátt í vinnu tækninefndar.“ Hildur tekur það fram að hugtakið jafnverðmæt störf vefjist fyrir ýmsum. „Við erum föst í hugsanaganginum sömu laun fyrir sömu vinnu. Störf sem eru ólík að ytri ásýnd geta hins vegar verið jafnverðmæt þar sem þau geta verið jafnkrefjandi. Það hefur tekið okkur svolítinn tíma að komast á sömu blaðsíðuna.“ Með staðlinum er vonast til að markmiðum jafnlaunaákvæðis jafnréttislaga verði náð. „Ég tel að það sé mikið keppikefli fyrir fyrirtæki að innleiða svona staðal. Með honum getur fyrirtæki bæði skapað sátt meðal starfsmanna og traust þeirra á því að fyrirtækið geri allt sem hægt er til að axla sína ábyrgð þegar kemur að launajafnrétti kynjanna.“ ibs@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira