Ríkisendurskoðandi samdi ljóð um Útey 27. september 2011 06:00 Atburðirnir höfðu mikil áhrif Sveinn Arason ríkisendurskoðandi orti ljóð sem virðingarvott til kollega sinna í Noregi.fréttblaðið/vilhelm „Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
„Ég orti ljóðið í kjölfarið af þessum hræðilegu atburðum í Ósló og Útey. Það var grunnurinn," segir Sveinn Arason ríkisendurskoðandi. „Það er kannski ekkert öðruvísi með mig og marga aðra – þetta hafði mikil áhrif á mig." Sveinn lét þýða ljóðið yfir á norsku og sendi það til kollega síns í Ósló, norska ríkisendurskoðandans, Jørgen Kosmo, sem virðingarvott. Hann segir að hugsunin um framhaldið eftir voðaverkin hafi alltaf blundað í honum. Þegar hann horfði á minningarathöfnina frá Dómkirkjunni í Ósló tók hann eftir því að fulltrúar frá systurþjóðum Noregs voru viðstaddir og langaði að leggja sitt af mörkum. „Maður fylgdist bara með fréttum af þessu, afleiðingunum og atburðinum sjálfum, eins mikið og mögulegt var héðan frá Íslandi," segir Sveinn. „Mig langaði til að leggja fram mitt innslag frá Íslandi og í framhaldi af því varð þetta til." Sveinn skýrir frá því að það hafi verið fyrirhugaður fundur í Noregi í lok ágúst þar sem hann átti að hitta Kosmo. „Mér fannst það ágætis tilefni að senda honum og starfsfólki norsku ríkisendurskoðunarinnar hans einhvers konar minningartexta. Þau voru mjög ánægð með þetta," útskýrir Sveinn og bætir við að hann yrki þó ekki mikið. „Einhvern veginn kom þetta út úr mér," segir hann. „Ég skal ekkert segja um hvort ég haldi áfram að yrkja, stundum kemur eitthvað sem ég sé ástæðu til að deila innan fjölskyldunnar." Hér fyrir neðan er ljóðið: 77 blóm Það er föstudagur. Milt regn sumarsins fellur á stræti og engi. Iðandi mannlíf borgarinnar er sem blómakur í golu. Hugsunin um fjölskyldu, vini og fegurð náttúrunnar kveikir gleði og eftirvæntingu í hverju andliti. Unga fólkið safnast saman til að ræða vandamál dagsins, Hugsjónir, framtíðina og ábyrgðina sem fylgir lífinu. Þá er sem heimurinn myrkvist. Gleðin hverfur sem dögg fyrir sólu. Lamandi ótti. Hvert blómið á fætur öðru er slitið upp, rifið úr umhverfi sínu og deytt, brotið og beygt. Þau sem eftir standa drúpa höfði, halla krónu syrgja og fella tár, biðja um styrk, traust og von. Að morgni teygja þau krónu sína til himins, móti sólu, fléttast saman, sameinast í kærleika, von og trú á betri heim. Sveinn Arason sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira