Hið myrka framhjáhald Jónas Sen skrifar 28. september 2011 11:00 Tónlist. Upphafstónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Sunnudagskvöldið 25. september. Það er notalegt að koma á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Harpan er vissulega glæsilegt tónleikahús, en maður vonar samt að tónlistarlífið í Reykjavík verði ekki BARA þar. Svona upp á fjölbreytnina! Vonandi verður Bústaðakirkja áfram heimili klúbbsins. Það er líka gott að þurfa ekki að borga 500 kall fyrir bílastæði, eins og í Hörpunni. Sem er að verða býsna pirrandi. Fyrstu tónleikar klúbbsins í vetur hófust á myrkum nótum, á Verklärte Nacht eftir Schönberg. Ólíkt síðari verkum tónskáldsins, sem þóttu á sínum tíma ómstríð og framúrstefnuleg, er það rómantískt og í gömlum stíl, enda æskuverk. Það er innblásið af ljóði eftir Richard Dehmel, sem fjallar um framhjáhald. Verkið var upphaflega samið fyrir strengjasextett, en var síðar umritað fyrir stærri strengjasveit og er þekktast í þeim búningi. Miklar tilfinningar og innri átök skila sér betur þannig, breiddin sem strengjasveit hefur yfir að ráða er einfaldlega meiri. Þetta kom aðeins að sök á tónleikunum. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson, Pálína Árnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Leikur þeirra var samstilltur og ákaflega vandaður, en tilfinningaofsinn í verkinu náði samt ekki almennilega í gegn. Kannski hefði endurómunin í kirkjunni mátt vera ögn meiri fyrir akkúrat þessa tónlist. Spilamennskan og túlkunin var engu að síður falleg, en e.t.v. full varfærnisleg. Mun meira fútt var í síðari tónsmíðinni á dagskránni, hinum fjöruga, en spennuþrungna sextett eftir Tsjajkovskí, Souvenir de Florence. Tsjajkovskí elskaði Ítalíu og dvaldi þar oft. Sextettinn er kraftmikið verk sem ólgar af ástríðum, og einkennandi fyrir hann eru grípandi laglínur. Hér var flutningurinn í fremstu röð. Samspilið var pottþétt og allskyns einleiksstrófur voru flottar og hnitmiðaðar. Túlkunin var prýðilega byggð upp, stígandin í leiknum var markviss, nánast rafmögnuð. Óneitanlega var það frábær byrjun á dagskránni í vetur. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbnum þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun. Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Tónlist. Upphafstónleikar Kammermúsíkklúbbsins í vetur. Sunnudagskvöldið 25. september. Það er notalegt að koma á tónleika Kammermúsíkklúbbsins í Bústaðakirkju. Harpan er vissulega glæsilegt tónleikahús, en maður vonar samt að tónlistarlífið í Reykjavík verði ekki BARA þar. Svona upp á fjölbreytnina! Vonandi verður Bústaðakirkja áfram heimili klúbbsins. Það er líka gott að þurfa ekki að borga 500 kall fyrir bílastæði, eins og í Hörpunni. Sem er að verða býsna pirrandi. Fyrstu tónleikar klúbbsins í vetur hófust á myrkum nótum, á Verklärte Nacht eftir Schönberg. Ólíkt síðari verkum tónskáldsins, sem þóttu á sínum tíma ómstríð og framúrstefnuleg, er það rómantískt og í gömlum stíl, enda æskuverk. Það er innblásið af ljóði eftir Richard Dehmel, sem fjallar um framhjáhald. Verkið var upphaflega samið fyrir strengjasextett, en var síðar umritað fyrir stærri strengjasveit og er þekktast í þeim búningi. Miklar tilfinningar og innri átök skila sér betur þannig, breiddin sem strengjasveit hefur yfir að ráða er einfaldlega meiri. Þetta kom aðeins að sök á tónleikunum. Flytjendur voru Ari Þór Vilhjálmsson, Pálína Árnadóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Þórarinn Már Baldursson, Hrafnkell Orri Egilsson og Sigurgeir Agnarsson. Leikur þeirra var samstilltur og ákaflega vandaður, en tilfinningaofsinn í verkinu náði samt ekki almennilega í gegn. Kannski hefði endurómunin í kirkjunni mátt vera ögn meiri fyrir akkúrat þessa tónlist. Spilamennskan og túlkunin var engu að síður falleg, en e.t.v. full varfærnisleg. Mun meira fútt var í síðari tónsmíðinni á dagskránni, hinum fjöruga, en spennuþrungna sextett eftir Tsjajkovskí, Souvenir de Florence. Tsjajkovskí elskaði Ítalíu og dvaldi þar oft. Sextettinn er kraftmikið verk sem ólgar af ástríðum, og einkennandi fyrir hann eru grípandi laglínur. Hér var flutningurinn í fremstu röð. Samspilið var pottþétt og allskyns einleiksstrófur voru flottar og hnitmiðaðar. Túlkunin var prýðilega byggð upp, stígandin í leiknum var markviss, nánast rafmögnuð. Óneitanlega var það frábær byrjun á dagskránni í vetur. Niðurstaða: Vandaðir tónleikar í Kammermúsíkklúbbnum þar sem fór saman vandað samspil og falleg túlkun.
Mest lesið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Lífið Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Tíska og hönnun „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Lífið Virtist hvorki geta séð né andað Tíska og hönnun Fleiri fréttir Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið