Máttu ekki neita að selja Heilagan papa 28. september 2011 05:30 Umdeildur Munkur Tjón brugghússins Ölvisholts vegna ákvörðunar ÁTVR um páskabjórinn Heilagan papa nam nokkrum milljónum króna. Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Brugghúsið Ölvisholt ætlaði að selja páskabjórinn Heilagan papa síðastliðið vor, en ÁTVR neitaði að taka bjórinn í sölu þar sem forsvarsmenn verslunarinnar töldu trúarvísanir á umbúðum bjórsins brjóta í bága við almennt velsæmi. Á umbúðunum er mynd af krjúpandi munki með kross í hendi. Umboðsmaður Alþingis telur að ÁTVR hafi ekki haft heimild til að brjóta gegn tjáningar- og atvinnufrelsi bjórframleiðandans með því að neita að selja bjórinn. Jón E. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts, segir tjónið af því að skipta um merkimiða á bjórflöskunum hafa numið nokkrum milljónum króna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir álit umboðsmanns snúast um lögin eins og þau hafi verið þegar málið hafi komið upp. Síðan þá hafi lögin breyst, og ÁTVR hafi skýrari heimildir í nýju lögunum. Hún vildi þó ekki segja til um hvort bjór í sömu eða sambærilegum umbúðum yrði hafnað á nýjan leik, en sagði hvert tilvik skoðað. „Það er í raun ótrúlegt hvernig ÁTVR tekur sér einhliða vald til að setja reglur án þess að hafa til þess nokkrar heimildir,“ segir Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts. Hann segir nýju lögin í raun festa þetta fyrirkomulag í sessi. Hann segir að það veki spurningar hvaða sérfræðinga ÁTVR ætli að hafa við störf til að meta hvaða umbúðir geti sært velsæmi ákveðinna þjóðfélagshópa.- bj Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) var óheimilt að neita að taka bjórtegund í sölu vegna trúarlegra skírskotana á umbúðum, samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis. Brugghúsið Ölvisholt ætlaði að selja páskabjórinn Heilagan papa síðastliðið vor, en ÁTVR neitaði að taka bjórinn í sölu þar sem forsvarsmenn verslunarinnar töldu trúarvísanir á umbúðum bjórsins brjóta í bága við almennt velsæmi. Á umbúðunum er mynd af krjúpandi munki með kross í hendi. Umboðsmaður Alþingis telur að ÁTVR hafi ekki haft heimild til að brjóta gegn tjáningar- og atvinnufrelsi bjórframleiðandans með því að neita að selja bjórinn. Jón E. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts, segir tjónið af því að skipta um merkimiða á bjórflöskunum hafa numið nokkrum milljónum króna. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir álit umboðsmanns snúast um lögin eins og þau hafi verið þegar málið hafi komið upp. Síðan þá hafi lögin breyst, og ÁTVR hafi skýrari heimildir í nýju lögunum. Hún vildi þó ekki segja til um hvort bjór í sömu eða sambærilegum umbúðum yrði hafnað á nýjan leik, en sagði hvert tilvik skoðað. „Það er í raun ótrúlegt hvernig ÁTVR tekur sér einhliða vald til að setja reglur án þess að hafa til þess nokkrar heimildir,“ segir Árni Helgason, lögmaður Ölvisholts. Hann segir nýju lögin í raun festa þetta fyrirkomulag í sessi. Hann segir að það veki spurningar hvaða sérfræðinga ÁTVR ætli að hafa við störf til að meta hvaða umbúðir geti sært velsæmi ákveðinna þjóðfélagshópa.- bj
Fréttir Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira