Ávinningur af útboði ólíklegur 28. september 2011 06:00 Myndin er úr safni. „Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. Að sögn Ríkislögreglustjóra var hluti innkaupa löggæslustofnana árin 2008 til 2011 vegna búnaðar sem getið er í vopnalögum. „Sérstakt leyfi ríkislögreglustjóra þarf til þess að flytja handjárn, kylfur og annan valdbeitingarbúnað til landsins og er búnaðurinn einungis heimill til löggæslustarfa. Ríkislögreglustjóri hefur tæmandi yfirlit yfir hverjir hafa slíka heimild og var leitað eftir tilboðum frá þeim aðilum,“ segir í yfirlýsingunni. Af 7,8 milljóna króna viðskiptum við félagið Landsstjörnuna sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við segir Ríkislögreglustjóri að 4,7 milljónir hafi verið vegna kaupa á ákveðnum tegundum lögreglukylfa. „Vandséð er að samkeppnismarkaður sé til staðar fyrir þær tegundir af kylfum sem lögreglan hefur heimild til notkunar. Því er ólíklegt að útboð hefði leitt til betri niðurstöðu.“ Þá segist Ríkislögreglustjóri ekki gera ágreining um að allar vörurnar í þrennum viðskiptum við félagið Trademark ehf. hafi verið lögregluvörur. Það sé hins vegar áréttað „að um þrenn innkaup hafi verið að ræða á ólíkum vörum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera til löggæslustarfa“. Ríkislögreglustjóri bendir á að lögum samkvæmt sé stofnunum ríkisins ekki óheimilt að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. - gar Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
„Fyrirtæki sem eru umboðsaðilar á Íslandi fyrir búnað til lögreglustarfa eiga það flest sameiginlegt að tengjast starfandi eða fyrrverandi lögreglumönnum með beinum eða óbeinum hætti,“ segir í yfirlýsingu frá Ríkislögreglustjóra. Lög banni ekki stofnunum ríkisins að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. Að sögn Ríkislögreglustjóra var hluti innkaupa löggæslustofnana árin 2008 til 2011 vegna búnaðar sem getið er í vopnalögum. „Sérstakt leyfi ríkislögreglustjóra þarf til þess að flytja handjárn, kylfur og annan valdbeitingarbúnað til landsins og er búnaðurinn einungis heimill til löggæslustarfa. Ríkislögreglustjóri hefur tæmandi yfirlit yfir hverjir hafa slíka heimild og var leitað eftir tilboðum frá þeim aðilum,“ segir í yfirlýsingunni. Af 7,8 milljóna króna viðskiptum við félagið Landsstjörnuna sem Ríkisendurskoðun gerir athugasemd við segir Ríkislögreglustjóri að 4,7 milljónir hafi verið vegna kaupa á ákveðnum tegundum lögreglukylfa. „Vandséð er að samkeppnismarkaður sé til staðar fyrir þær tegundir af kylfum sem lögreglan hefur heimild til notkunar. Því er ólíklegt að útboð hefði leitt til betri niðurstöðu.“ Þá segist Ríkislögreglustjóri ekki gera ágreining um að allar vörurnar í þrennum viðskiptum við félagið Trademark ehf. hafi verið lögregluvörur. Það sé hins vegar áréttað „að um þrenn innkaup hafi verið að ræða á ólíkum vörum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera til löggæslustarfa“. Ríkislögreglustjóri bendir á að lögum samkvæmt sé stofnunum ríkisins ekki óheimilt að eiga viðskipti við fyrirtæki í eigu lögreglumanna eða tengdra aðila. - gar
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Heiðar búinn að stofna Dreka um nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent