Íbúasamtök ósátt við frestun framkvæmda 28. september 2011 04:00 Umferðarþungi í Reykjavík Sundabraut átti meðal annars að létta á umferðarþunga um Vesturlandsveg.fréttablaðið/anton Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Árni Múli Jónasson bæjarstjóri á Akranesi Formenn íbúasamtaka Kjalarness og Grafarvogs eru afar óánægðir með þá ákvörðun stjórnvalda að fresta framkvæmdum við Sundabraut. „Þetta var eitt af loforðunum sem okkur voru gefin á sínum tíma. Það er margbúið að sanna að þetta yrði ein arðbærasta framkvæmd landsins,“ segir Elísabet Gísladóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarvogs. „Íbúar hafa gert ráð fyrir Sundabraut frá byrjun og það hefur óhemjumikil vinna farið í að skipuleggja hana. Við erum mjög óánægð með þessa ákvörðun.“ Ásgeir Harðarson, formaður Íbúasamtaka Kjalarness, segist skilja ákvörðunina á ákveðinn hátt, þó Sundabraut hafi verið baráttumál Kjalarnesinga í langan tíma. „Þegar sorpið kom í Álfsnes var það gulrót fyrir Kjalnesinga að Sundabraut kæmi. Síðan hefur umferðin aukist gríðarlega og vegurinn ber hana engan veginn,“ segir Ásgeir. „Hins vegar vonast ég til þess að myndarlegt framlag komi til Kjalarness af þessum milljörðum sem munu fara í almenningssamgöngur. Það er ófremdarástand í þessu og kostar okkur gríðarlega fjármuni að keyra á einkabílum á milli.“ Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti því yfir í síðustu viku að öllum stórframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal við Sundabraut, verði frestað í að minnsta kosti fimm ár. Þess í stað muni einn milljarður á ári næstu tíu árin fara í eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Árni Múli Jónasson, bæjarstjóri Akraness, segir íbúa bæjarins fulla efasemda um fyrirætlanir stjórnvalda. „Við erum mjög óánægð með þetta,“ segir hann. „Við teljum Sundabraut nauðsynlega vegna umferðarþungans sem myndast á veginum. Það er mikilvægt öryggismál að þessi braut verði lögð.“ Árni segir gríðarlega hagsmuni liggja í Sundabraut, bæði fyrir íbúa Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Hann efast stórlega um að þingmenn Norðvesturkjördæmis muni samþykkja áform ríkisstjórnarinnar. „Við höfum ekki verið höfð með í ráðum um eitt né neitt,“ segir hann. „Ef atvinnulíf fer að taka við sér má gera ráð fyrir því að umferð aukist og þá er ótækt að þessi flöskuháls dragi úr því að það gangi hratt og örugglega fram.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira