Fischer gegn Fischer Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. september 2011 06:00 Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki.
Lífið Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira