Fischer gegn Fischer Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. september 2011 06:00 Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki. Lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Kvikmyndir. Bobby Fischer Against the World. Leikstjóri: Liz Garbus. Sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík. Tveir bestu skákmenn heims mættust árið 1972 í Reykjavík og háðu það sem hefur verið kallað „skákeinvígi aldarinnar". Þetta voru Rússinn Boris Spasskí, sem þá var ríkjandi heimsmeistari, og Bandaríkjamaðurinn Bobby Fischer. Í tæpa tvo mánuði var Ísland í brennidepli í erlendum fjölmiðlum. Áhuginn fyrir einvíginu var gríðarlegur, enda þótti rimman táknræn fyrir valdatafl Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á dögum kalda stríðsins. Hinn sérvitri Fischer eyddi síðustu árum ævi sinnar hér á landi og heimildarmyndin Bobby Fischer Against the World varpar ljósi á þennan þjáða skáksnilling. Einvíginu í Reykjavík eru gerð góð skil og gaman er fyrir Íslendinga að skyggnast aftur til ársins 1972, en þá leit Reykjavík töluvert öðruvísi út. Myndin er vel gerð og ekki er nauðsynlegt að kunna að tefla til að hrífast með. Fischer var stórmerkilegur karakter og mann þyrstir í að vita meira. Var Fischer viljandi að reyna að taka Spasskí á taugum eða var hann einfaldlega spinnegal? Titill myndarinnar gefur til kynna að Fischer hafi verið í sífelldu stríði við umheiminn en raunin var sú að hans erfiðasti andstæðingur var ávallt hann sjálfur. Niðurstaða: Vönduð og skemmtileg heimildarmynd, hvort sem þú kannt mannganginn eða ekki.
Lífið Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið