Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar 29. september 2011 05:00 Við veiðivötn Mosaþembur eru í hættu ef rafstrengur og ljósleiðari eru plægðir niður í jöröina utan vegstæðis í Veiðivötnum, segir Hilmar J. Malmquist, sem er í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Mynd/Hilmar J. Malmquist „Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira