Fjölmiðlar ekki rannsakendur 29. september 2011 06:00 Björgvin Björgvinsson. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl
Fréttir Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum