Fjölmiðlar ekki rannsakendur 29. september 2011 06:00 Björgvin Björgvinsson. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, segir engan vafa leika á því að í tilteknum auglýsingum um nuddþjónustu sem birst hafa meðal smáauglýsinga í Fréttablaðinu sé í raun verið að auglýsa vændi. Til rannsóknar sé hvort um milligöngu um vændi sé að ræða. Þessi orð lét hann falla í samtali við Ríkisútvarpið í gær og bætti við að lögreglan hefði vitað af þessum auglýsingum um hríð enda bæru þær með sér að þarna væri ekki venjulegt nudd á ferðinni. Þegar Fréttablaðið spurði Björgvin hvort hann ætti við að í þessum tilfellum hefði Fréttablaðið mögulega gerst sekt um milligöngu um vændi svaraði Björgvin: „Það er ekki útilokað miðað við það sem önnur lögreglulið á Norðurlöndum, þar á meðal í Noregi, hafa velt vöngum yfir.“ Þá sagði Björgvin málið vera til skoðunar meðal lögfræðinga lögreglunnar. Hins vegar væri engin niðurstaða komin í það. Ólafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins, segir fráleitt að blaðið birti meðvitað auglýsingar um vændi. „Ýmsir aðilar auglýsa nudd í smáauglýsingum. Auglýsingadeild blaðsins getur ekki tekið að sér hlutverk rannsakanda og fundið út úr því hvort þjónustan sem er í boði sé í raun önnur en sú sem er auglýst,“ segir hann. „Ef slíkur grunur vaknar hefur auglýsingadeildin afhent lögreglu öll gögn um auglýsendurna, sem eru ekki mjög margir, og það er hennar að komast að hinu sanna. Lögreglan hefur haft þessar upplýsingar í meira en ár en aldrei bent á auglýsingar sem sannað þyki að séu yfirvarp fyrir vændi,“ segir Ólafur. Hann bendir á að samkvæmt nýjum fjölmiðlalögum beri auglýsandi alfarið ábyrgð á efni auglýsingar. „Blaðið vill að sjálfsögðu ekki birta auglýsingar um ólöglega starfsemi. En þetta er sambærilegt við það að við getum gengið út frá því að í einhverjum auglýsingum um varning til sölu sé í raun verið að falbjóða þýfi. Samt er ekki hægt að banna fólki að auglýsa hluti til sölu. Auglýsingadeildin aðstoðar lögregluna ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Ólafur. - mþl
Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira