Græna hagkerfið verður eflt 30. september 2011 05:00 Grænt hagkerfi Meðal tillagna nefndarinnar er að Ísland verði kynnt sem grænt hagkerfi fyrir kaupendum vöru og þjónustu, fjárfestum og ferðamönnum. Fréttablaðið/valli Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Skúli Helgason Íslenskt atvinnulíf hefur fjölmörg sóknarfæri á sviði grænnar atvinnusköpunar. Þetta er niðurstaða nefndar Alþingis um eflingu græna hagkerfisins sem skilaði af sér skýrslu um málið í gær. „Það er kannski meginniðurstaða nefndarinnar að það er ekki svo að við getum litið á umhverfisvernd og atvinnusköpun sem andstæður,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, á blaðamannafundi í gær, en hann veitti nefndinni formennsku. „Við teljum að það séu allar forsendur til staðar til að Ísland geti skipað sér í fremstu röð þjóða sem grænt hagkerfi með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni,“ sagði Skúli. Í skýrslunni eru kynntar 48 tillögur um eflingu græna hagkerfisins. Í framhaldinu er stefnt að því að leggja fram þingsályktunartillögu um aðgerðaáætlun sem byggir á tillögunum. Nefndin leggur áherslu á að stjórnvöld stuðli að þróun græns hagkerfis með hagrænum hvötum og örvun fjárfestingar í vistvænni atvinnustarfsemi, en ekki með boðum og bönnum. Þá er stefnt að því að hið opinbera verði fyrirmynd þegar kemur að vistvænum starfsháttum. Af tillögunum má nefna að svokallaður framfarastuðull (GPI), sem tekur meðal annars tillit til þess þegar gengið er á takmarkaðar auðlindir, verði framvegis reiknaður fyrir íslenska hagkerfið og birtur samhliða vergri landsframleiðslu. Þá verði hlutfall vistvænna útboða á vegum ríkisins aukið verulega á næstu árum og í auknum mæli stuðst við mengunargjöld til tekjuöflunar ríkisins. Þó án þess að heildarskattheimta aukist. Auk Skúla sátu í nefndinni þingmennirnir Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, og Guðmundur Steingrímsson, sem tók sæti í nefndinni fyrir hönd Framsóknarflokksins en er nú óháður þingmaður. Aðrir nefndarmenn voru Arna Lára Jónsdóttir og Dofri Hermannsson fyrir Samfylkinguna, Bergur Sigurðsson og Salvör Jónsdóttir fyrir Vinstri græna, Guðmundur Ragnar Guðmundsson fyrir Hreyfinguna, og Guðný Káradóttir fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Í bókunum sem fylgja skýrslunni gerði Illugi fyrirvara við nokkrar af tillögum nefndarinnar. Á blaðamannafundinum sagði hann fyrirvarana þó ekki snerta þá grunnhugsun sem lægi að baki skýrslunni. Auk þess bókaði Guðmundur Ragnar að hann hefði viljað sjá meira afgerandi tillögur frá nefndinni. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum