Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna 1. október 2011 09:00 Akranes Málið hefur verið báðum börnum mjög erfitt og hafa þau verið í sálfræðimeðferð vegna þess.Fréttablaðið/gva Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum