Akranesbær bíður svars frá ráðuneyti í máli skólabarna 1. október 2011 09:00 Akranes Málið hefur verið báðum börnum mjög erfitt og hafa þau verið í sálfræðimeðferð vegna þess.Fréttablaðið/gva Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Árni Múli Jónasson Mennta- og menningarmálaráðherra mun eftir helgi kveða upp úr með það hvort bæjaryfirvöldum á Akranesi sé heimilt að flytja börn milli skóla gegn neitun foreldra þeirra. Þetta segir bæjarstjórinn Árni Múli Jónasson, spurður um mál ungrar telpu og unglingspilts sem ganga í sama grunnskóla þrátt fyrir að pilturinn hafi fyrir nokkru orðið uppvís að óeðlilegri kynferðislegri hegðun í garð telpunnar. Ráðuneytið staðfestir að það hafi málið til umfjöllunar að beiðni foreldra annars barnsins. Það hafi átt í samskiptum við forráðamenn barnanna og Akraneskaupstað og muni svara þeim eftir helgi. Foreldrar telpunnar hafa farið fram á að pilturinn verði færður í annan skóla, þar sem hún kvíði því mjög að þurfa hugsanlega að hitta hann. Sálfræðingur Barnahúss hefur metið það sem svo að réttast væri að aðskilja börnin. Sálfræðingur drengsins er hins vegar þeirrar skoðunar að það væri honum ekki fyrir bestu að skipta um skóla – hann hafi staðið sig vel í meðferð vegna málsins og litlar líkur séu á að hann brjóti af sér aftur. Foreldrar telpunnar telja réttinn sín megin og vilja ekki færa hana í annan skóla. Málið er því siglt í strand og foreldrar telpunnar hafa tekið dóttur sína úr skóla þar til lausn finnst á málinu. Árni Múli segir málið vægast sagt viðkvæmt. „Sálfræðingar og sérfræðingar í málefnum barna hafa verið að fjalla um það, meðal annars með viðtölum við hlutaðeigandi börn og forráðamenn þeirra og leita þannig leiða til að takmarka þann skaða sem háttsemin hefur valdið og getur valdið, sérstaklega og augljóslega á sálarlíf barnanna sem í hlut eiga,“ segir Árni. Í því sambandi hafi þurft að líta til þess að gerandinn sé barn í skilningi laga, sem hafi áhrif á réttarstöðuna og meðferð málsins. „Málið er því þannig vaxið að sálfræðileg úrræði sýnast líklegust til að geta orðið að gagni,“ segir Árni. Fræðsluyfirvöld á Akranesi hafi talið mjög óljóst hvort þeim væri lagalega heimilt að ákveða að flytja nemanda milli skóla vegna háttsemi utan skólatíma og umráðasvæðis skólans, án samþykkis foreldra. „Því álitaefni var skotið til mennta- og menningarmálaráðuneytisins, sem hefur haft það til skoðunar, og mér skilst að niðurstaða ráðuneytisins sé væntanleg innan skamms,“ segir Árni Múli. stigur@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira