Pistillinn: Gefðu boltann! Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2011 07:00 Hólmfríður var lítið í því að gefa boltann gegn Glasgow. Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs. Innlendar Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira
Einspilari er orð sem er nánast eingöngu notað í yngri flokkum í knattspyrnu. Krakkar eða táningar sem kjósa ítrekað að fara sínar eigin leiðir frekar en að senda á samherja. Hvers vegna? Þeir vita að oftar en ekki virkar það. Í yngri flokkum er getumunurinn á leikmönnum oft mikill. Út frá sjónarhorni liðsins getur reynst betra að hæfileikaríkur leikmaður reyni að komast framhjá þremur leikmönnum andstæðinganna en að hann sendi á slakari samherja. Sá gæti tapað boltanum eða er a.m.k. ekki líklegur til afreka með hann. Hólmfríður Magnúsdóttir, einn besti leikmaður þjóðarinnar, minnti mig á einspilara í yngri flokkum í viðureign bikarmeistara Vals gegn Glasgow City í vikunni. Ítrekað fékk hún boltann úti á kanti með tvo andstæðinga fyrir framan sig. Þrátt fyrir að eiga góða sendingarmöguleika, líkt og oft vill verða hjá leikmanni sem glímir við nokkra leikmenn andstæðinganna, kaus hún alltaf að keyra á varnarmennina án hjálpar annarra rauðklæddra félaga sinna. Í öll skiptin misheppnaðist tilraunin og boltinn tapaðist. En það var meira sem gerðist en að boltinn tapaðist. Í öll skiptin upplifðu samherjar hennar, tveir á sextánda aldursári, að þrátt fyrir að vera vel staðsettir var þeim ekki treyst fyrir boltanum. Engan sálfræðing þarf til þess að greina að það auki ekki sjálfstraust leikmannanna. Skoska liðið vann sanngjarnan 3-0 sigur. Liðið hélt boltanum vel innan liðsins, ótrúlega vel reyndar, og eldfjótir sóknarmenn liðsins ollu varnarmönnum Vals erfiðleikum í stöðunni einn gegn einum. Það er nefnilega í góðu lagi að sækja á varnarmenn. Leikmenn sem gera það þurfa öll lið að hafa. Það er ein ástæða þess að unga iðkendur á ekki að skamma fyrir að þora að reyna að komast framhjá varnarmönnunum. Hins vegar er mikilvægt fyrir þjálfara að opna augu leikmanna fyrir því að velja rétta möguleikann hverju sinni. Hann er sjaldnast að sækja á alla varnarlínu andstæðingsins einn síns liðs.
Innlendar Pistillinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Sjá meira