Hæstaréttardómari kærður fyrir að bera lögreglumann röngum sökum 11. október 2011 06:30 Í niðurstöðu héraðsdóms segir að verklagið hafi allt verið ákveðið í höfuðstöðvum lögreglunnar á Selfossi áður en vaktin hófst. Lengi hefði tíðkast að "kæla“ ódæla menn niður með því að aka þeim nokkurn spöl frá skemmtanasvæði.Fréttablaðið/pjetur Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira