Hæstaréttardómari kærður fyrir að bera lögreglumann röngum sökum 11. október 2011 06:30 Í niðurstöðu héraðsdóms segir að verklagið hafi allt verið ákveðið í höfuðstöðvum lögreglunnar á Selfossi áður en vaktin hófst. Lengi hefði tíðkast að "kæla“ ódæla menn niður með því að aka þeim nokkurn spöl frá skemmtanasvæði.Fréttablaðið/pjetur Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi hefur lagt fram kæru á hendur hæstaréttardómaranum Árna Kolbeinssyni fyrir rangar sakargiftir. Ríkissaksóknari hefur kæruna til skoðunar. Rót málsins er kæra sem Árni lagði fram á hendur varðstjóranum, Svani Kristinssyni, í fyrra fyrir afglöp í starfi. Undirmenn Svans höfðu þá ekið með óstýrilátan, tvítugan mann af útihátíð í Galtalæk og skilið hann eftir í námunda við sumarbústað Árna í Landsveit. Ungi maðurinn hélt þar ófriðnum áfram og barði bústað Árna utan sem varð til þess að Árni kallaði til lögreglu. Eftir að hann komst að því hvers vegna maðurinn hafði verið staddur á þessum slóðum kærði hann Svan fyrir „afglöp í starfi“. Kæra Árna leiddi til þess að ríkissaksóknari gaf út ákæru á hendur Svani fyrir að hafa „gerst offari við framkvæmd lögreglustarfans og ekki gætt lögmætra aðferða“. Var honum gefið að sök að hafa fyrirskipað að manninum yrði ekið af svæðinu og að hafa skilið hann eftir of langt frá því, eftir að hann sótti hann að bústaðnum síðar um nóttina. Svanur var hins vegar sýknaður af öllum sökum í héraði. Málinu var ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Samkvæmt kærunni taldi Árni Svan hafa brugðist þegar hann sótti ungan og ódælan mann að sumarbústað dómarans og yfirgaf síðan vettvang án þess að athuga hvort fleiri ofbeldismenn væru á staðnum, rannsaka vettvanginn og líðan þeirra sem þar voru og skilja manninn svo eftir illa klæddan að næturlagi á fáförnum vegi. Þessi kæra hefur nú orðið Svani tilefni til að kæra Árna á móti fyrir rangar sakargiftir. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að Svanur hafi ekki gefið fyrirmæli um að aka þessum tiltekna pilti af svæðinu ólíkt því sem sagði í ákæru. Lögreglulið hafi í upphafi vaktar sammælst um vægustu úrræði; að menn skyldu fjarlægðir og vísað burt ef þeir væru til vandræða sökum ölvunar, en slíkt hefði viðgengist í lögreglunni lengi. Varðstjóri hefði einungis gefið almenn fyrirmæli um það verklag, en ekki hefði verið leitað samþykkis hans áður en unga manninum var ekið af svæðinu. Þá kom fram að fimm til sex þúsund manns hefðu verið á mótssvæðinu en sjö til átta lögreglumenn. Binda hefði þurft tvo lögreglumenn í bíl til að aka unga manninum 70 kílómetra leið á lögreglustöð á Selfossi. Slíkt hefði verið ámælisvert af hálfu varðstjórans, sagði dómurinn, sem taldi hann hafa tekið rétta ákvörðun. Loks taldi hann að unga manninum hefði engin hætta hafa verið búin, þar sem hann hefði verið vel klæddur og komist á puttanum aftur á mótssvæðið. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira