Réttindi fatlaðra ofar réttindum eignafólks 11. október 2011 03:45 Ögmundur jónasson Sagði það rétt allra íbúa heimsins að mótmæla. Mannréttindi hafa á undanförnum árum verið skilgreind í of miklum mæli út frá markaðslögmálum og eignarrétti og það hefur komið niður á almannahagsmunum. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. „Þegar við stöndum frammi fyrir vali milli þess að setja eignir og fjárhagsleg réttindi í forgang eða réttindi fatlaðra og annarra sem standa höllum fæti mæli ég með því að við veljum hið síðara,“ sagði Ögmundur. „Á heildina litið held ég að fullyrða megi að staðan sé nokkuð góð,“ sagði Ögmundur. Hins vegar hefðu Íslendingar staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í kjölfar efnahagshrunsins. Hann vék að Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 og sagði að hún væri áminning um óskoraðan rétt fólks til að koma saman og mótmæla og standa vörð um velferðarkerfi sitt. Sá réttur þyrfti að vera í hávegum hafður hvarvetna í heiminum. Ögmundur varði drjúgum hluta ræðu sinnar í umfjöllun um kynjamisrétti, ekki síst heimilis- og kynferðisofbeldi gegn konum. Hann sagði að þökk sé ósérhlífni íslenskra kvenréttindasamtaka væri slíkt ofbeldi ekki falið hér á landi heldur rætt opinskátt.- sh Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Mannréttindi hafa á undanförnum árum verið skilgreind í of miklum mæli út frá markaðslögmálum og eignarrétti og það hefur komið niður á almannahagsmunum. Þetta sagði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra þegar hann flutti skýrslu um stöðu mannréttinda á Íslandi hjá vinnuhópi Sameinuðu þjóðanna í Genf í gær. „Þegar við stöndum frammi fyrir vali milli þess að setja eignir og fjárhagsleg réttindi í forgang eða réttindi fatlaðra og annarra sem standa höllum fæti mæli ég með því að við veljum hið síðara,“ sagði Ögmundur. „Á heildina litið held ég að fullyrða megi að staðan sé nokkuð góð,“ sagði Ögmundur. Hins vegar hefðu Íslendingar staðið frammi fyrir ýmsum áskorunum í kjölfar efnahagshrunsins. Hann vék að Búsáhaldabyltingunni í janúar 2009 og sagði að hún væri áminning um óskoraðan rétt fólks til að koma saman og mótmæla og standa vörð um velferðarkerfi sitt. Sá réttur þyrfti að vera í hávegum hafður hvarvetna í heiminum. Ögmundur varði drjúgum hluta ræðu sinnar í umfjöllun um kynjamisrétti, ekki síst heimilis- og kynferðisofbeldi gegn konum. Hann sagði að þökk sé ósérhlífni íslenskra kvenréttindasamtaka væri slíkt ofbeldi ekki falið hér á landi heldur rætt opinskátt.- sh
Fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira