Réttarhöldin sögð pólitískar ofsóknir 12. október 2011 00:00 Í réttarsalnum Júlía Tímosjenko talar við fréttamenn áður en Rodion Kirejev dómari hefur lokið lestri dómsorðsins. fréttablaðið/AP Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira
Júlía Tímosjenko, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, var í gær dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að hafa misnotað völd sín þegar hún var forsætisráðherra árið 2009. Dómarinn var lengi að lesa upp dóminn, en Tímosjenko beið ekki eftir að hann lyki lestrinum heldur hóf að ræða við blaðamenn í dómsalnum áður en lestrinum var lokið. Hún líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld Stalíns og sakaði Viktor Janúkovitsj forseta um að hafa samið dóminn sjálfur. Þegar Kíríjev dómari gekk úr réttarsalnum hrópaði Oleksandr Tímosjenko, eiginmaður Júlíu, að dómarinn muni sjálfur fá sams konar dóm einhvern daginn. Tímosjenko var í forystusveit appelsínugulu byltingarinnar svonefndu árið 2004, þegar stjórnarandstöðunni tókst með víðtækum stuðningi almennings að hrekja bæði Leoníd Kútsjma úr embætti forseta og Janúkovitsj úr embætti forsætisráðherra. Janúkovitsj er nú orðinn forseti og Tímosjenko sakar hann um að standa að baki þessum réttarhöldum. Catherine Ashton, utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, segir niðurstöðu dómarans valda sér miklum vonbrigðum. Réttarhöldin hafi ekki staðist alþjóðlegar kröfur og dómsniðurstaðan staðfesti að dómsvaldið sé notað í pólitískum tilgangi gegn stjórnarandstöðunni. Hún segir að Evrópusambandið muni nú endurskoða samskipti sín við Úkraínu. Evrópusambandið hefur unnið að því að taka upp nánara samstarf við Úkraínu. Réttarhöldin snerust um samning, sem gerður var við Rússa árið 2009 um að Úkraína greiði Rússum sambærilegt verð fyrir gas og tíðkast í Vestur-Evrópu. Samkomulagið var gert á fundum Tímosjenko með Vladimír Pútín, forsætisráðherra Rússlands, en undirritað af yfirmönnum gasfyrirtækja landanna beggja, Gazprom í Rússlandi og Naftogaz í Úkraínu. Andstæðingum Tímosjenko þykir samningurinn óhagstæður Úkraínu og dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði farið út fyrir valdsvið sitt sem forsætisráðherra þegar hún gerði samninginn við Pútín. Fyrir það eigi hún skilið sjö ára fangelsi. Lögfræðingar Tímosjenko hafa ákveðið að áfrýja dómnum og Tímosjenko hefur sagst ætla að fara með hann fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Sjá meira