Um 90 manns missa vinnuna 13. október 2011 06:00 Kleppur Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Talið er að niðurskurðarkrafa á Landspítalann um 630 milljónir geri það að verkum að um 90 manns missi vinnuna innan spítalans. Sparnaður á síðasta ári var rúmar 600 milljónir króna og þurfti því að fækka 85 stöðugildum innan spítalans. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að ef rýnt sé í tölur síðasta árs sé hægt að sjá hvað er í vændum varðandi uppsagnir. „Það er búið að tala við mjög margar stórar einingar innan spítalans og segja þeim frá fyrirhuguðum breytingum, sem eru bæði erfiðar og viðkvæmar,“ segir Björn. „Lokanirnar á Sogni og St. Jósefsspítala ná einungis 230 milljóna hagræðingu. Okkur er gert að skera niður um 630 milljónir.“ Hagræðingar þessa árs ganga út á enn frekari samþjöppun og samnýtingu deilda. Því fylgir óhjákvæmilega skert þjónusta fyrir landsmenn og segir Björn að staðan sé erfið, þó flestir starfsmenn séu staðráðnir í því að reyna að leysa málin. „Við erum að reyna að koma eins heiðarlega fram við fólk og hægt er. Við höfum þurft að glíma við mjög erfið vandamál síðustu ár og við höldum áfram að gera það. Þeir sem hafa unnið hér hafa staðið sig frábærlega og skilað töluvert meiri vinnu af sér með færra starfsfólki,“ segir hann. Meðal þess sem verður lokað er Réttargeðdeildin á Sogni, St. Jósefsspítali í Hafnarfirði og líknardeild á öldrunardeild Landspítalans á Landakoti. Starfsemi réttargeðdeildarinnar færist á Klepp, starfsemi Sankti Jósefsspítala á lyflækningadeild Landspítalans og starfsemi líknardeildarinnar færist til Kópavogs. Vonir standa til að veita sem flestum starfsmönnum þessara stofnana vinnu á nýju deildunum, en þó eru einhverjar uppsagnir óhjákvæmilegar, að mati Björns. Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir á öldrunardeild Landspítalans, segir fréttirnar ekki góðar. „Deildin hefur verið þróuð lengi og skilað miklu, góðu og sérhæfðu starfi. Nú er það í uppnámi,“ segir Pálmi. Honum skilst að hugmyndin sé að verið sé að endurskipuleggja líknarþjónustuna í heild, en ekki sé hægt að horfa fram hjá því að plássum fækki í kjölfarið. „Og þetta er mjög veikt fólk við lok lífs sem þarf virkilega á sérhæfðri einkennameðferð að halda. Þörfin er mikil.“ Pálmi útskýrir að líknardeildin innan öldrunardeildarinnar hafi verið sérhæfð fyrir aldraða, en starfsemin í Kópavogi sé blönduð og óháð aldri sjúklinga. „Þegar deildin var stofnuð lágu í því heilmiklar framfarir fyrir fólk og þjónustuna og það er eins og það sé verið að fara 10 til 15 ár aftur í tímann með þessum aðgerðum,“ segir hann. „Maður sér á hverjum degi hvað þjónustan er að skila miklu. Því er mjög erfitt að horfa upp á þetta tekið í sundur.“ Frekari hagræðingaraðgerðir vegna niðurskurðar innan Landspítalans verða formlega tilkynntar í dag. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira