Margrét Lára: Er ekki að fara að kaupa kvóta og skip Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. október 2011 07:30 Margrét Lára er að gera sinn besta samning en segist þó ekki hafa efni á því að kaupa skip og kvóta.fréttablaðið/vilhelm „Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“ Þýski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira
„Þjóðverjarnir eru svo skipulagðir að þeir vildu vita í lok ágúst hvort ég ætlaði að koma. Það var samt ekki skrifað undir neina samninga fyrr en um daginn,“ sagði Margrét Lára Viðarsdóttir, nýjasti liðsmaður Turbine Potsdam. Margrét Lára skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu. „Félögin voru búin að komast að samkomulagi um kaupverð í ágústglugganum en ég vildi ekki fara þá. Ég vildi fá að klára tímabilið með Kristianstad. Félagið var samt sem áður til í að fá mig sem er jákvætt,“ sagði Margrét en hún hefur undanfarin þrjú ár leikið með sænska félaginu Kristianstad. Hún endaði tímabilið þar um helgina með því að skora þrennu. „Þjálfari Potsdam hefur mikla trú á mér og þess vegna var hann til í að bíða. Hann ætlar að nota mig sem sóknarþenkjandi miðjumann í 3-4-3 leikkerfi. Hann vill spila sóknarbolta og ég held að leikstíll liðsins henti mínum leikstíl vel. Ég veit samt að þetta verður ekkert auðvelt. Það eru heimsklassaleikmenn í hverri stöðu og ég þarf að hafa fyrir því að komast í liðið og nýta þau tækifæri sem ég fæ almennilega.“ Margrét Lára verður ekki lögleg hjá félaginu fyrr en í janúar en má þó spila bikarleiki. Hún fær því kærkomna hvíld núna áður en alvaran byrjar í Þýskalandi. „Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil og ég er rosalega þreytt. Ég er líka að koma mér upp úr erfiðum meiðslum og þarf mína hvíld. Auðvitað verður erfitt að koma inn á miðju tímabili en ef ég stend mig vel þá hlýt ég að fá mín tækifæri.“ Eyjastúlkan neitar því ekki að það sé ákveðinn draumur að rætast með því að ganga í raðir Potsdam. Liðið hefur unnið deildina þrjú ár í röð og verið í úrslitum Meistaradeildar síðustu tvö ár. Liðið vann Meistaradeildina 2010. „Ég hef alltaf sagt að ef ég færi til Þýskalands færi ég til Turbine Potsdam. Það er því draumur að rætast hjá mér. Liðið er margfaldur Þýskalands- og Evrópumeistari. Þetta er stórt skref fyrir mig og íslenskan kvennafótbolta,“ sagði Margrét Lára en þetta er ekki bara skref upp á við varðandi fótboltann því tekjurnar hækka líka umtalsvert. „Ég hækka launin mín umtalsvert og hef aldrei fengið slíkan samning. Ég er því líka að brjóta ákveðið blað í þeim efnum og vonandi opnar þetta leiðina fyrir fleiri íslenska leikmenn í framtíðinni,“ sagði Margrét en hún vill þó ekki gefa upp hvað verið sé að greiða í þýska boltanum. „Ég hef það fínt. Það er ekki hægt að bera mig og Gylfa Sigurðsson hjá Hoffenheim saman. Ég er ekkert að fara að kaupa mér kvóta og skip,“ sagði Margrét Lára létt en sagði þó að hún gæti lifað vel af þeim launum sem hún fengi í Þýskalandi. „Það eru fimm ár síðan ég fór síðast til Þýskalands. Þá var ég mun óþroskaðri á flestum sviðum en núna er ég tilbúin og spennt fyrir slagnum sem bíður. Þetta verður erfitt en ég ætla að standa mig.“
Þýski boltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Komnir með upp í kok: „Seldu liðið“ Sport Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Fleiri fréttir Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Sjá meira