Puzzle Muteson. Iðnó.
Fyrsta plata Bretans Puzzle Muteson kom út í sumar hjá íslensku útgáfunni Beedroom Community. Salurinn í Iðnó var troðfullur og með Puzzle á sviðinu voru sjö manns, þar á meðal píanóleikarinn Daníel Bjarnason.
Sjálfur sat forsprakkinn fremst með kassagítarinn í hendi og söng með fallegri rödd sinni lágstemmd lögin. Eini gallinn var sá að kliðurinn í salnum var fullmikill og komst margt af því ágæta sem gert var uppi á sviðinu ekki nógu vel til skila. - fb
