HHH
Samaris
Faktorý
Öruggari og þéttari
Það var ágæt mæting þegar tríóið Samaris spilaði á neðri hæðinni á Faktorý á laugardagskvöldið. Hljómsveitin er orðin mun þéttari og öruggari heldur en hún var þegar ég sá þau spila síðasta vor.
Tónlistin þeirra er afbrigði af trip-hoppi tíunda áratugarins með áhrifum frá nýrri stefnum eins og dub step og svo einhverju sem kemur frá þeim sjálfum. Hljómurinn í klarinettunni sem Áslaug Rún Magnúsdóttir spilar á setur skemmtilegan blæ á tónlistna. Kannski klarinettan verði næsta æðið í indíbransanum?
-tj
