Ghostigital á Iceland Airwaves: Harðasta bandið 17. október 2011 14:30 Ghostigital. Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Ghostigital. Faktorý. Tónleikar Ghostigital hafa verið einn af hápunktum Airwaves undanfarin ár og það varð engin breytng á því á árinu 2011. Þeir Einar Örn og Curver spiluðu klukkan níu á laugardagskvöldið á aðalsviðinu á Faktorý og staðurinn troðfylltist á meðan þeir voru að spila. Þeir voru lengst af fimm á sviðinu. Auk forsprakkanna tveggja, sem heyrist alltaf langmest í, voru Gísli Galdur á plötuspilara, Frosti Logason á gítar og Hrafnkell Flóki sonur Einars Arnar sem blés í trompet og dansaði, en hljómsveitin hans Captain Fufanu tók við þegar Ghostigital hafði lokið sér af. Það er alltaf sami krafturinn í töktunum hans Curvers og formaður Menningar- og ferðamálaráðs er alltaf jafn ýktur og skemmtilegur í framlínunni. Nýju lögin lofa góðu. Ghostigital er enn harðasta hljómsveit Íslands, a.m.k. þangað til einhver getur sannfært mig um annað! -tj
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira