Bankar þurfa 16.000 milljarða 24. október 2011 06:00 Leiðtogar ESB stefna að því að koma fram með heildarlausn á skuldavanda evrusvæðisins á fundi á miðvikudag. Um helgina var upplýst að bankar innan ESB þyrftu að auka eiginfjárhlutfall sitt og afskrifa um helming skulda Grikkands. Nordicphotos/AFP Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins. Bönkunum verður gert að hækka eiginfjárhlutfall sitt úr fimm til sex prósentum upp í níu prósent. Til þess að ná því marki þurfa bankarnir annað hvort að auka hlutafé, selja eignir eða leita hjálpar hjá ríkisstjórnum heimalanda sinna. Samkvæmt drögunum munu eftirlitsstofnanir í hverju landi hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að bankarnir grípi ekki til aðgerða eins og niðurskurðar í rekstri eða útlánum til að ná tilskildu eiginfjárhlutfalli. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu stíft um helgina, en þar var einnig reynt að ná samkomulagi við bankana um niðurfellingu skulda Grikklands. Samkvæmt úttekt sem gerð var á skuldastöðu Grikklands þyrfti að skera skuldir niður um allt að 60 prósentum, en talið er líklegt að samkomulagið, sem verður fullfrágengið á miðvikudag, feli í sér niðurfellingu á 40 til 50 prósentum skuldanna til að hlutfall skulda af landsframleiðslu komist niður í 110 prósent. Hið þriðja og síðasta af stóru málunum er staða neyðarsjóðs Evrópu og hvernig á að beita honum. Enn eru skiptar skoðanir milli Frakklands og Þýskalands í þeim efnum, þar sem Frakkar höfðu bundið vonir við að sjóðurinn yrði nokkurs konar banki sem gæti sótt fjármuni í hirslur Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjar segja þá leið hins vegar ekki gerlega án meiriháttar breytinga á lögum ESB. Þess í stað vilja þeir stækka sjóðinn sjálfan með öðrum hætti úr 440 milljörðum evra upp í allt að 1.000 milljörðum. Þá eru þau ríki sem standa höllum fæti ekki talin líkleg til að samþykkja ný lög um bankana fyrr en styrking neyðarsjóðsins er orðin skýr, og ríkin geti sannarlega leitað á náðir hans ef þörf krefur til að aðstoða bankana. Úrslitastund verður í þessum efnum á miðvikudag, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins gengur frá heildarlausn á skuldavandanum. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira
Bankar innan Evrópusambandsins munu þurfa að bæta eiginfjárstöðu sína verulega strax á næsta ári og þurfa því að afla sér rúmlega 100 milljarða evra, jafngildi um 16.000 milljarða íslenskra króna, á næstu mánuðum. Þetta er hluti af drögum að samkomulagi Evrópusambandsríkja um að ná tökum á skuldavanda aðildarríkja evrusvæðisins. Bönkunum verður gert að hækka eiginfjárhlutfall sitt úr fimm til sex prósentum upp í níu prósent. Til þess að ná því marki þurfa bankarnir annað hvort að auka hlutafé, selja eignir eða leita hjálpar hjá ríkisstjórnum heimalanda sinna. Samkvæmt drögunum munu eftirlitsstofnanir í hverju landi hafa það hlutverk að ganga úr skugga um að bankarnir grípi ekki til aðgerða eins og niðurskurðar í rekstri eða útlánum til að ná tilskildu eiginfjárhlutfalli. Leiðtogar Evrópusambandsins funduðu stíft um helgina, en þar var einnig reynt að ná samkomulagi við bankana um niðurfellingu skulda Grikklands. Samkvæmt úttekt sem gerð var á skuldastöðu Grikklands þyrfti að skera skuldir niður um allt að 60 prósentum, en talið er líklegt að samkomulagið, sem verður fullfrágengið á miðvikudag, feli í sér niðurfellingu á 40 til 50 prósentum skuldanna til að hlutfall skulda af landsframleiðslu komist niður í 110 prósent. Hið þriðja og síðasta af stóru málunum er staða neyðarsjóðs Evrópu og hvernig á að beita honum. Enn eru skiptar skoðanir milli Frakklands og Þýskalands í þeim efnum, þar sem Frakkar höfðu bundið vonir við að sjóðurinn yrði nokkurs konar banki sem gæti sótt fjármuni í hirslur Seðlabanka Evrópu. Þjóðverjar segja þá leið hins vegar ekki gerlega án meiriháttar breytinga á lögum ESB. Þess í stað vilja þeir stækka sjóðinn sjálfan með öðrum hætti úr 440 milljörðum evra upp í allt að 1.000 milljörðum. Þá eru þau ríki sem standa höllum fæti ekki talin líkleg til að samþykkja ný lög um bankana fyrr en styrking neyðarsjóðsins er orðin skýr, og ríkin geti sannarlega leitað á náðir hans ef þörf krefur til að aðstoða bankana. Úrslitastund verður í þessum efnum á miðvikudag, þegar leiðtogaráð Evrópusambandsins gengur frá heildarlausn á skuldavandanum. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Sjá meira