Slitsterk jeppadekk fyrir íslenskar aðstæður 25. október 2011 11:00 Gunnar segir fáa dekkjaframleiðendur enn framleiða 38 tommu dekk og því séu AT405 dekkin frá Arctic Trucks mjög eftirsótt. Arctic Trucks selur slitsterk jeppadekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fyrirtækið býður einnig upp á almenna dekkjaþjónustu. Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu og lausnum fyrir jeppa- og jepplingaeigendur en býður auk þess upp á dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Starfsemin fer fram að Kletthálsi 3 en þar er verslun, breytingaverkstæði, almennt viðgerðaverkstæði og dekkjaþjónusta. Auk þess býður Arctic Trucks upp á ástands- og söluskoðanir á bílum, sem eru mjög vinsælar hjá þeim sem hyggja á bílakaup. Mest seldu jeppadekkin hjá Arctic Trucks eru frá Dick Cepek, en fyrirtækið útvegar þó dekk undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa, og veitir alhliða dekkjaþjónustu. „Við höfum flutt inn Dick Cepek dekk árum saman, amerísk hágæðadekk sem seld eru um allan heim. Reynslan hefur sýnt að þau eru gríðarlega slitsterk og góð sem heilsársdekk,“ segir verslunarstjórinn Gunnar Haraldsson. „Þau eru neglanleg og hægt er að míkróskera þau til að auka veggrip og rásfestu í hálku og snjó. Míkróskurðurinn eykur einnig kælingu í gúmmíinu sem bætir enn frekar endingu dekkjanna.“ Arctic Trucks selur einnig AT405, sem er 38 tommu dekk hannað og framleitt af Arctic Trucks. „Mynstur þeirra er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður og þá aðallega hugsað um akstur í snjó og hálku,“ upplýsir Gunnar. Hann segir að gríðarleg vöntun hafi verið á samskonar dekkjum enda séu flestir dekkjaframleiðendur hættir að framleiða dekk í þessum stærðarflokki. „AT405 dekkin eru mjög eftirsótt hjá okkur, enda með hljóðlátari akstursdekkjum í þessum stærðarflokki. Þau koma míkróskorin og eru boruð fyrir nagla sem sparar viðskiptavinum okkar talsverðan kostnað. Dekkin hafa verið ófáanleg um skeið, en eru væntanleg um miðjan nóvember.“ Gunnar segir marga viðskiptavini Arctic Trucks vera áhugafólk um jeppa og útivist. Fyrirtækið býður þó bæði viðgerða- og dekkjaþjónustu fyrir jafnt fólksbíla sem jeppa. „Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir Yamaha tæki og sú þjónusta sem við veitum er því orðin fjölbreyttari og viðskiptavinahópurinn stærri.“ Sérblöð Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Arctic Trucks selur slitsterk jeppadekk undir flestar gerðir jeppa og jepplinga. Fyrirtækið býður einnig upp á almenna dekkjaþjónustu. Arctic Trucks sérhæfir sig í þjónustu og lausnum fyrir jeppa- og jepplingaeigendur en býður auk þess upp á dekkjaþjónustu fyrir allar gerðir bíla. Starfsemin fer fram að Kletthálsi 3 en þar er verslun, breytingaverkstæði, almennt viðgerðaverkstæði og dekkjaþjónusta. Auk þess býður Arctic Trucks upp á ástands- og söluskoðanir á bílum, sem eru mjög vinsælar hjá þeim sem hyggja á bílakaup. Mest seldu jeppadekkin hjá Arctic Trucks eru frá Dick Cepek, en fyrirtækið útvegar þó dekk undir flestar gerðir fólksbíla og jeppa, og veitir alhliða dekkjaþjónustu. „Við höfum flutt inn Dick Cepek dekk árum saman, amerísk hágæðadekk sem seld eru um allan heim. Reynslan hefur sýnt að þau eru gríðarlega slitsterk og góð sem heilsársdekk,“ segir verslunarstjórinn Gunnar Haraldsson. „Þau eru neglanleg og hægt er að míkróskera þau til að auka veggrip og rásfestu í hálku og snjó. Míkróskurðurinn eykur einnig kælingu í gúmmíinu sem bætir enn frekar endingu dekkjanna.“ Arctic Trucks selur einnig AT405, sem er 38 tommu dekk hannað og framleitt af Arctic Trucks. „Mynstur þeirra er sérstaklega hannað fyrir íslenskar aðstæður og þá aðallega hugsað um akstur í snjó og hálku,“ upplýsir Gunnar. Hann segir að gríðarleg vöntun hafi verið á samskonar dekkjum enda séu flestir dekkjaframleiðendur hættir að framleiða dekk í þessum stærðarflokki. „AT405 dekkin eru mjög eftirsótt hjá okkur, enda með hljóðlátari akstursdekkjum í þessum stærðarflokki. Þau koma míkróskorin og eru boruð fyrir nagla sem sparar viðskiptavinum okkar talsverðan kostnað. Dekkin hafa verið ófáanleg um skeið, en eru væntanleg um miðjan nóvember.“ Gunnar segir marga viðskiptavini Arctic Trucks vera áhugafólk um jeppa og útivist. Fyrirtækið býður þó bæði viðgerða- og dekkjaþjónustu fyrir jafnt fólksbíla sem jeppa. „Arctic Trucks er einnig umboðsaðili fyrir Yamaha tæki og sú þjónusta sem við veitum er því orðin fjölbreyttari og viðskiptavinahópurinn stærri.“
Sérblöð Mest lesið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent