Tveir með stöðu grunaðs í lífeyrissvikamáli 26. október 2011 06:00 Í reiðufé Lífeyririnn var tekinn út í reiðufé jafnóðum og hann var lagður inn á reikning. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt komin með rannsókn sína á máli þar sem í ljós kom að Tryggingastofnun hafði haldið áfram að greiða út ellilífeyri á bankareikning konu í tíu ár eftir að hún lést úti í Bandaríkjunum. Lífeyririnn var greiddur inn á reikning hér heima en tekinn út af honum jafnóðum. Leikur grunur á að þeir sem það gerðu hafi nýtt sér fjármunina í eigin þágu. Tveir einstaklingar hafa stöðu grunaðs í málinu. Það var árið 2000 sem konan, sem var íslenskur ríkisborgari, lést úti í Bandaríkjunum, þar sem hún hafði búið frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Hún var á níræðisaldri þegar hún lést. Af óútskýrðum ástæðum var andlát konunnar ekki skráð hér heima, þannig að Tryggingastofnun hélt áfram að greiða út lífeyri í hennar nafni. Alls greiddi stofnunin um fjórtán milljónir króna í tíu ár eftir andlát hennar en ekkert gaf stofnuninni tilefni til að hætta lífeyrisgreiðslunum, þar sem dánartilkynning hafði ekki borist til Þjóðskrár og þaðan áfram til Tryggingastofnunar. Virðist helst sem dánarvottorð hafi aldrei borist til Íslands frá Bandaríkjunum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu yfirheyrt fólk sem talið er tengjast málinu. Ellilífeyrir konunnar var lagður inn hér heima en tekinn út í reiðufé um leið og hann barst inn á reikninginn, samkvæmt upplýsingum blaðsins. - jss Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt komin með rannsókn sína á máli þar sem í ljós kom að Tryggingastofnun hafði haldið áfram að greiða út ellilífeyri á bankareikning konu í tíu ár eftir að hún lést úti í Bandaríkjunum. Lífeyririnn var greiddur inn á reikning hér heima en tekinn út af honum jafnóðum. Leikur grunur á að þeir sem það gerðu hafi nýtt sér fjármunina í eigin þágu. Tveir einstaklingar hafa stöðu grunaðs í málinu. Það var árið 2000 sem konan, sem var íslenskur ríkisborgari, lést úti í Bandaríkjunum, þar sem hún hafði búið frá því á sjötta áratug síðustu aldar. Hún var á níræðisaldri þegar hún lést. Af óútskýrðum ástæðum var andlát konunnar ekki skráð hér heima, þannig að Tryggingastofnun hélt áfram að greiða út lífeyri í hennar nafni. Alls greiddi stofnunin um fjórtán milljónir króna í tíu ár eftir andlát hennar en ekkert gaf stofnuninni tilefni til að hætta lífeyrisgreiðslunum, þar sem dánartilkynning hafði ekki borist til Þjóðskrár og þaðan áfram til Tryggingastofnunar. Virðist helst sem dánarvottorð hafi aldrei borist til Íslands frá Bandaríkjunum. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu yfirheyrt fólk sem talið er tengjast málinu. Ellilífeyrir konunnar var lagður inn hér heima en tekinn út í reiðufé um leið og hann barst inn á reikninginn, samkvæmt upplýsingum blaðsins. - jss
Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira