Fiskikóngurinn lúffar fyrir Domino‘s 26. október 2011 05:00 Búið í bili Kristján auglýsti Megafiskivikuna bara í tvo daga.Fréttablaðið/stefán „Það er ekkert mál að láta í minni pokann,“ segir Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum, sem hefur orðið við kröfu pitsukeðjunnar Domino‘s um að hætta að auglýsa svokallaða Megafiskiviku. Kristján fékk tölvupóst úr herbúðum Domino‘s á mánudag eftir að auglýsingarnar birtust fyrst. Þar sagði að rekstraraðili Domino‘s ætti einkaleyfi á vörumerkinu Megaviku og notkun Fiskikóngsins bryti líklega í bága við það, jafnvel þótt „fiski“ væri bætt í það mitt. Kristján var í fyrstu ekki viss um hvernig bregðast skyldi við og afréð að halda auglýsingunum áfram í einn dag hið minnsta. Í gær gafst hann síðan upp. „Ég þorði ekki að eiga á hættu að fá milljónasektir og lögfræðingaher yfir mig,“ segir hann. „Þannig að kóngurinn verður að hneigja sig og beygja fyrir stærri öflum í þessu ágæta þjóðfélagi.“ Kristján tilkynnti starfsmanni Domino‘s um þessa ákvörðun í tölvupósti og baðst afsökunar á að hafa troðið fyrirtækinu um tær. „Ekkert stórmál,“ fékk hann til baka frá Domino‘s, ásamt uppástungu um að nota orðið Megadaga, sem ekki yrðu gerðar athugasemdir við.- sh Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
„Það er ekkert mál að láta í minni pokann,“ segir Kristján Berg, fisksali í Fiskikónginum, sem hefur orðið við kröfu pitsukeðjunnar Domino‘s um að hætta að auglýsa svokallaða Megafiskiviku. Kristján fékk tölvupóst úr herbúðum Domino‘s á mánudag eftir að auglýsingarnar birtust fyrst. Þar sagði að rekstraraðili Domino‘s ætti einkaleyfi á vörumerkinu Megaviku og notkun Fiskikóngsins bryti líklega í bága við það, jafnvel þótt „fiski“ væri bætt í það mitt. Kristján var í fyrstu ekki viss um hvernig bregðast skyldi við og afréð að halda auglýsingunum áfram í einn dag hið minnsta. Í gær gafst hann síðan upp. „Ég þorði ekki að eiga á hættu að fá milljónasektir og lögfræðingaher yfir mig,“ segir hann. „Þannig að kóngurinn verður að hneigja sig og beygja fyrir stærri öflum í þessu ágæta þjóðfélagi.“ Kristján tilkynnti starfsmanni Domino‘s um þessa ákvörðun í tölvupósti og baðst afsökunar á að hafa troðið fyrirtækinu um tær. „Ekkert stórmál,“ fékk hann til baka frá Domino‘s, ásamt uppástungu um að nota orðið Megadaga, sem ekki yrðu gerðar athugasemdir við.- sh
Fréttir Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira