Traustir í fjörutíu ár 1. nóvember 2011 11:00 Hallsteinn Traustason bílasmiður við störf sín á Réttingarverkstæði Trausta, sem hefur veitt úrvals þjónustu og viðgerðir í 40 ár. Mynd/GVA Réttingarverkstæði Trausta er á Smiðjuvegi 18 í Kópavogi.Mynd/GVA Það er okkar hagur að gera sem best; veita trausta og persónulega þjónustu og framúrskarandi bílaviðgerðir,“ segir Hallsteinn Traustason, bílasmiður og framkvæmdastjóri Réttingarverkstæðis Trausta á Smiðjuvegi 18. Verkstæðið er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem faðir Hallsteins, Trausti Hallsteinsson, stofnaði árið 1971. Saman standa þeir feðgar vaktina, ásamt góðu starfsfólki. „Undirstaðan í rekstrinum er viðgerðir fyrir tryggingafélög landsins, en hingað koma líka margir inn af götunni,“ útskýrir Hallsteinn um annir verkstæðisins, sem sér um bílaréttingar, bílamálun og framrúðuskipti. „Margir leita tilboða þótt ekki sé farið út í viðgerðir strax og í fyrsta sinn í áratugi koma bílaeigendur með farkosti sína í ryðviðgerðir, svo lengja megi lífdaga þeirra,“ segir Hallsteinn. Hópur viðskiptavina Réttingarverkstæðis Trausta fer stækkandi ár hvert því orðsporið er gott og fólk veit að það gengur að gæðum. „Það er enda mikilvægt að leita til fagfólks í bíliðngreinum því fæstir utan þeirra vita mikið um dugandi bílaviðgerðir og auðvelt er að gabba fólk. Sumir leita úrræða hjá svokölluðumbílskúrsköllum en sitja eftir með lélega viðgerð sem beinlínis varðar umferðaröryggi. Við hvetjum því bíleigendur til að koma til skrafs og ráðagerða, fá álit fagmanna og verðtilboð, jafnvel þótt eigandi kjósi að fresta viðgerð enn um sinn,“ segir Hallsteinn. „Í dag keyrir fólk á mun eldri bílum en áður og mikilvægt er að koma snemma með bíla til viðgerða svo kostnaður sé viðráðanlegur. Tíminn vinnur með fólki þegar um ryðviðgerðir er að ræða og auðvelt er að bæta nýtt ryð, sem annars skemmir fljótt út frá sér. Eðlilega draga margir í lengstu lög að fara með bíla sína í viðgerð og oft gerist það ekki fyrr en bíll þarf í skoðun, en til að tryggja öryggi sitt og annarra í umferðinni þarf að láta viðgerðir ganga fyrir.“ Sérblöð Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Réttingarverkstæði Trausta er á Smiðjuvegi 18 í Kópavogi.Mynd/GVA Það er okkar hagur að gera sem best; veita trausta og persónulega þjónustu og framúrskarandi bílaviðgerðir,“ segir Hallsteinn Traustason, bílasmiður og framkvæmdastjóri Réttingarverkstæðis Trausta á Smiðjuvegi 18. Verkstæðið er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem faðir Hallsteins, Trausti Hallsteinsson, stofnaði árið 1971. Saman standa þeir feðgar vaktina, ásamt góðu starfsfólki. „Undirstaðan í rekstrinum er viðgerðir fyrir tryggingafélög landsins, en hingað koma líka margir inn af götunni,“ útskýrir Hallsteinn um annir verkstæðisins, sem sér um bílaréttingar, bílamálun og framrúðuskipti. „Margir leita tilboða þótt ekki sé farið út í viðgerðir strax og í fyrsta sinn í áratugi koma bílaeigendur með farkosti sína í ryðviðgerðir, svo lengja megi lífdaga þeirra,“ segir Hallsteinn. Hópur viðskiptavina Réttingarverkstæðis Trausta fer stækkandi ár hvert því orðsporið er gott og fólk veit að það gengur að gæðum. „Það er enda mikilvægt að leita til fagfólks í bíliðngreinum því fæstir utan þeirra vita mikið um dugandi bílaviðgerðir og auðvelt er að gabba fólk. Sumir leita úrræða hjá svokölluðumbílskúrsköllum en sitja eftir með lélega viðgerð sem beinlínis varðar umferðaröryggi. Við hvetjum því bíleigendur til að koma til skrafs og ráðagerða, fá álit fagmanna og verðtilboð, jafnvel þótt eigandi kjósi að fresta viðgerð enn um sinn,“ segir Hallsteinn. „Í dag keyrir fólk á mun eldri bílum en áður og mikilvægt er að koma snemma með bíla til viðgerða svo kostnaður sé viðráðanlegur. Tíminn vinnur með fólki þegar um ryðviðgerðir er að ræða og auðvelt er að bæta nýtt ryð, sem annars skemmir fljótt út frá sér. Eðlilega draga margir í lengstu lög að fara með bíla sína í viðgerð og oft gerist það ekki fyrr en bíll þarf í skoðun, en til að tryggja öryggi sitt og annarra í umferðinni þarf að láta viðgerðir ganga fyrir.“
Sérblöð Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira