Ekki bara sætabrauðsdrengur 3. nóvember 2011 13:00 February 19, 1995: Brad Pitt Avoids Photographers With His Mystery Date At The Buffalo Club In Beverly Hills, California. (Photo By David Keeler/Getty Images) 96619/42271/Brad Pitt Brad Pitt er sennilega ein stærsta kvikmyndastjarna heims um þessar mundir. Hann er stöðugt viðfangsefni fréttamiðla, sem hafa fjallað um einkalíf leikarans af miklum móð í næstum tvo áratugi. Ólíkt mörgum slíkum stjörnum, sem þrífast á forsíðum glanstímarita, hefur Pitt sannað sig sem leikari. Nýjasta kvikmynd Brad Pitt, Moneyball, er byggð á bók bandaríska blaðamannsins Michael Lewis, Moneyball: The Art of Winning an Unfair Game. Lewis þennan ættu margir Íslendingar að kannast við, hann skrifaði ákaflega umdeilda grein í Vanity Fair um efnahagshrunið á Íslandi. Myndin segir frá hafnaboltaþjálfaranum Billy Beane, sem breytti umhverfi íþróttarinnar þegar hann innleiddi tölfræði og tölvur sem tæki við kaup á nýjum leikmönnum. Þessa stefna hafði gríðarlega góð áhrif á hafnaboltaliðið Oakland Athletics, sem Beane stjórnaði, en því tókst, eftir áralanga eyðimerkurgöngu, að verða meðal sterkustu liða bandarísku hafnaboltadeildarinnar. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Jonah Hill, Philip Seymour Hoffman og Robin Wright en leikstjóri er Bennett Miller, sá hinn sami og gerði hina mögnuðu kvikmynd Capote. Brad Pitt er fæddur í desember árið 1963 í Oklahoma. Foreldrar hans voru dæmigert millistéttarfólk; faðir hans var framkvæmdastjóri hjá vörubílafyrirtæki. Pitt ól snemma með sér þann draum að verða kvikmyndastjarna og flutti ungur að árum til Hollywood, þar sem hann vann ýmiss konar forvitnileg störf meðfram því að reyna koma sér á framfæri í kvikmyndaborginni; hann sá meðal annars um að keyra fatafellur í einkasamkvæmi. Pitt lék lítil hlutverk í þekktum sápum, honum bregður meðal annars fyrir í nokkrum þáttum af Dallas og Glory Days, en þar lék hann Walker Lovejoy. Það var hins vegar Ridley Scott sem gaf honum stóra tækifærið árið 1991. Hann fékk þá hlutverk kúrekaglaumgosa sem dró þær Thelmu og Louise á tálar í eftirminnilegri mynd. Þá strax varð Pitt að miklu kyntákni, en leikarinn hefur markvisst reynt að þrífa þann stimpil reglulega af sér. Kvikmyndirnar A River Runs Through It, Kalifornia, Interview with the Vampire og Legends of the Fall gerðu hins vegar lítið til að draga úr áhuga kvenpeningsins á honum. Árið 1995 breytti hins vegar ferli Pitt, áhugi fjölmiðla á sambandi hans og bandarísku leikkonunnar Gwyneth Paltrow var gríðarlegur og kvikmynd þeirra Se7en sló í gegn svo um munaði. Pitt var síðan tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í framtíðartryllinum Twelve Monkeys. Leið hans hefur síðan þá eingöngu legið upp á við; hann er ötull framleiðandi og á meðal annars kvikmyndafyrirtæki með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Aniston (lætin í kringum þeirra skilnað og samband Pitt og Jolie væru auðvitað efni í aðra grein, jafnvel bók). Pitt hefur sjálfur varla stigið feilspor á síðastliðnum árum og verið ófeiminn við að ögra sjálfum sér í kvikmyndum á borð við The Curious Case of Benjamin Button og Inglourious Basterds. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Brad Pitt er sennilega ein stærsta kvikmyndastjarna heims um þessar mundir. Hann er stöðugt viðfangsefni fréttamiðla, sem hafa fjallað um einkalíf leikarans af miklum móð í næstum tvo áratugi. Ólíkt mörgum slíkum stjörnum, sem þrífast á forsíðum glanstímarita, hefur Pitt sannað sig sem leikari. Nýjasta kvikmynd Brad Pitt, Moneyball, er byggð á bók bandaríska blaðamannsins Michael Lewis, Moneyball: The Art of Winning an Unfair Game. Lewis þennan ættu margir Íslendingar að kannast við, hann skrifaði ákaflega umdeilda grein í Vanity Fair um efnahagshrunið á Íslandi. Myndin segir frá hafnaboltaþjálfaranum Billy Beane, sem breytti umhverfi íþróttarinnar þegar hann innleiddi tölfræði og tölvur sem tæki við kaup á nýjum leikmönnum. Þessa stefna hafði gríðarlega góð áhrif á hafnaboltaliðið Oakland Athletics, sem Beane stjórnaði, en því tókst, eftir áralanga eyðimerkurgöngu, að verða meðal sterkustu liða bandarísku hafnaboltadeildarinnar. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Jonah Hill, Philip Seymour Hoffman og Robin Wright en leikstjóri er Bennett Miller, sá hinn sami og gerði hina mögnuðu kvikmynd Capote. Brad Pitt er fæddur í desember árið 1963 í Oklahoma. Foreldrar hans voru dæmigert millistéttarfólk; faðir hans var framkvæmdastjóri hjá vörubílafyrirtæki. Pitt ól snemma með sér þann draum að verða kvikmyndastjarna og flutti ungur að árum til Hollywood, þar sem hann vann ýmiss konar forvitnileg störf meðfram því að reyna koma sér á framfæri í kvikmyndaborginni; hann sá meðal annars um að keyra fatafellur í einkasamkvæmi. Pitt lék lítil hlutverk í þekktum sápum, honum bregður meðal annars fyrir í nokkrum þáttum af Dallas og Glory Days, en þar lék hann Walker Lovejoy. Það var hins vegar Ridley Scott sem gaf honum stóra tækifærið árið 1991. Hann fékk þá hlutverk kúrekaglaumgosa sem dró þær Thelmu og Louise á tálar í eftirminnilegri mynd. Þá strax varð Pitt að miklu kyntákni, en leikarinn hefur markvisst reynt að þrífa þann stimpil reglulega af sér. Kvikmyndirnar A River Runs Through It, Kalifornia, Interview with the Vampire og Legends of the Fall gerðu hins vegar lítið til að draga úr áhuga kvenpeningsins á honum. Árið 1995 breytti hins vegar ferli Pitt, áhugi fjölmiðla á sambandi hans og bandarísku leikkonunnar Gwyneth Paltrow var gríðarlegur og kvikmynd þeirra Se7en sló í gegn svo um munaði. Pitt var síðan tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í framtíðartryllinum Twelve Monkeys. Leið hans hefur síðan þá eingöngu legið upp á við; hann er ötull framleiðandi og á meðal annars kvikmyndafyrirtæki með fyrrverandi eiginkonu sinni, Jennifer Aniston (lætin í kringum þeirra skilnað og samband Pitt og Jolie væru auðvitað efni í aðra grein, jafnvel bók). Pitt hefur sjálfur varla stigið feilspor á síðastliðnum árum og verið ófeiminn við að ögra sjálfum sér í kvikmyndum á borð við The Curious Case of Benjamin Button og Inglourious Basterds.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira