Tónlist

IKI hlýtur dönsku tónlistarverðlaunin

Anna María Björnsdóttir
Anna María Björnsdóttir
Norræna spunasönghljómsveitin IKI hlaut um helgina dönsku tónlistarverðlaunin fyrir samnefnda plötu sína í flokki djazzraddtónlistar. Anna María Björnsdóttir er fulltrúi Íslands í sveitinni sem hefur vakið mikla athygli þrátt fyrir að hafa einungis verið starfandi í tvö ár.

Hljómsveitin er skipuð níu söngkonum sem koma frá fjórum Norðurlandanna og spinna þær alla tónlist á staðnum án nokkurs undirbúnings.

Tónlistarkennurum stúlknanna hefur tekist vel til, en tveir þeirra voru tilnefndir til verðlaunanna í sama flokki og IKI. Það voru jazzsöngkonan Hanna Boel og Sigurður Flosason saxófónleikari.

- bb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×