Bjó til plötu og börn 9. nóvember 2011 16:00 Ný nálgun Toggi segist ekki vera eins persónulegur í textagerð sinni á annarri plötunni. Hann bendir þeim sem kaupa plötuna ekki rafrænt á að hægt er að hafa samband við hann til að fá aðgang að tólf laga aukaplötu. Fréttablaðið/Anton Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni. Fimm ár eru liðin frá því að Þorgrímur Haraldsson, Toggi, gaf út sína fyrstu plötu, Puppy, og nú á dögunum leit loks önnur plata listamannsins ljós. Sú heitir Wonderful Secrets og hefur að geyma alls 26 lög á tveimur plötum, annarri eingöngu rafrænni. Þeir sem kaupa geisladiskinn þurfa að hafa samband við Togga til að komast yfir rafrænu aukaplötuna. Toggi hefur ekki setið aðgerðalaus í millitíðinni, en hann hefur samið lög fyrir þekkta íslenska flytjendur og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir ofursmellinn Þú komst við hjartað í mér sem bæði Páll Óskar og Hjaltalín fluttu. Plata númer tvö var þó alltaf ofarlega í huga Togga, en mikil afköst á öðru sviði en í tónlistinni seinkuðu fæðingu hennar umtalsvert. „Við erum bara búnir að vera að eignast börn. Við erum fimm í hljómsveitinni og erum komnir með sex börn á þessum fimm árum,“ segir Toggi, sem sjálfur á tvö þessara barna. „Svo er þetta líka raunveruleiki íslenskra tónlistarmanna. Við erum allir í fullri vinnu og erum smámunasamir og höfum ekkert rosalega mikinn tíma. Við vinnum á daginn, erum með fjölskyldunni á kvöldin og þá höfum við eiginlega bara nóttina í tónlistina.“ Fyrsta plata Togga hlaut góðar viðtökur á sínum tíma og mikla spilun í útvarpi. Aðspurður segir hann nýju plötuna að mörgu leyti ólíka þeirri fyrstu. „Við ákváðum mjög snemma að vera ekki að festa okkur í því að platan þyrfti að vera ein samstæð heild. Við gáfum bara skít í það allt en það var eitthvað sem hafði skipti mig rosalega miklu máli með fyrstu plötuna. Mig langaði bara að gera eitthvað öðruvísi. Við tókum eiginlega allan kassagítar út en á fyrri plötunni heldur kassagítarinn flestum lögunum uppi. Í þetta sinn leyfðum við hverju lagi að hafa sinn karakter.“ Toggi semur alla textana á plötunni og segist hafa nálgast textagerðina með öðrum hætti í þetta skiptið. „Platan er minna persónuleg, efnistökin í textunum eru ekki jafn persónuleg en samt eru þeir miklu meira ég. Síðasta plata var svolítið eins og ég í sparifötum, ljúfur og góður og svona eins og ég væri nýbyrjaður að deita stelpu. Á þessari plötu er ég kominn á það stig í sambandinu að ég er farinn úr sparifötunum og kannski farinn að leyfa mér að prumpa og svona.“ bergthora@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Barneignir hafa tafið plötugerð hjá popparanum Togga. Fimm ár eru liðin frá síðustu plötu og strákarnir í hljómsveitinni hans hafa eignast sex börn á þeim tíma. Platan Wonderful Secrets kom út í vikunni. Fimm ár eru liðin frá því að Þorgrímur Haraldsson, Toggi, gaf út sína fyrstu plötu, Puppy, og nú á dögunum leit loks önnur plata listamannsins ljós. Sú heitir Wonderful Secrets og hefur að geyma alls 26 lög á tveimur plötum, annarri eingöngu rafrænni. Þeir sem kaupa geisladiskinn þurfa að hafa samband við Togga til að komast yfir rafrænu aukaplötuna. Toggi hefur ekki setið aðgerðalaus í millitíðinni, en hann hefur samið lög fyrir þekkta íslenska flytjendur og hlaut meðal annars Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir ofursmellinn Þú komst við hjartað í mér sem bæði Páll Óskar og Hjaltalín fluttu. Plata númer tvö var þó alltaf ofarlega í huga Togga, en mikil afköst á öðru sviði en í tónlistinni seinkuðu fæðingu hennar umtalsvert. „Við erum bara búnir að vera að eignast börn. Við erum fimm í hljómsveitinni og erum komnir með sex börn á þessum fimm árum,“ segir Toggi, sem sjálfur á tvö þessara barna. „Svo er þetta líka raunveruleiki íslenskra tónlistarmanna. Við erum allir í fullri vinnu og erum smámunasamir og höfum ekkert rosalega mikinn tíma. Við vinnum á daginn, erum með fjölskyldunni á kvöldin og þá höfum við eiginlega bara nóttina í tónlistina.“ Fyrsta plata Togga hlaut góðar viðtökur á sínum tíma og mikla spilun í útvarpi. Aðspurður segir hann nýju plötuna að mörgu leyti ólíka þeirri fyrstu. „Við ákváðum mjög snemma að vera ekki að festa okkur í því að platan þyrfti að vera ein samstæð heild. Við gáfum bara skít í það allt en það var eitthvað sem hafði skipti mig rosalega miklu máli með fyrstu plötuna. Mig langaði bara að gera eitthvað öðruvísi. Við tókum eiginlega allan kassagítar út en á fyrri plötunni heldur kassagítarinn flestum lögunum uppi. Í þetta sinn leyfðum við hverju lagi að hafa sinn karakter.“ Toggi semur alla textana á plötunni og segist hafa nálgast textagerðina með öðrum hætti í þetta skiptið. „Platan er minna persónuleg, efnistökin í textunum eru ekki jafn persónuleg en samt eru þeir miklu meira ég. Síðasta plata var svolítið eins og ég í sparifötum, ljúfur og góður og svona eins og ég væri nýbyrjaður að deita stelpu. Á þessari plötu er ég kominn á það stig í sambandinu að ég er farinn úr sparifötunum og kannski farinn að leyfa mér að prumpa og svona.“ bergthora@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira