Skortur á eistum Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. nóvember 2011 06:00 Víða um Spán standa auðar byggingar sem minnisvarði um gullæðið í byggingageiranum. Einn stærsti og aumkunarverðasti minnisvarðinn stendur við sjávarsíðuna í Almeríu, en það er hótelbygging mikil með einum 411 herbergjum sem safna nú salti. Það skortir ekki aðeins pening til að koma hótelinu á koppinn heldur ráku fjárfestar sig hastarlega á nokkuð sem kallað er lög. Þau komu sér afar illa fyrir margan siðleysingjann sem byggja vildi á spænskri strönd. Þannig vill til að byggingin er reist í þjóðgarði og þar að auki mun nær sjó en lög gera ráð fyrir. Samt stendur hún enn eins og draugahöll í annars óspilltri náttúrunni. En af hverju er þetta gímald ekki rifið niður eins og gera á við glæpaverk? Jú, það skortir eistu, eða þannig komast Spánverjar jafnan að orði þegar talað er um kjarkleysi (og skiptir þá engu hvort karlar eða konur eiga í hlut). Er það ekki einmitt þessi skortur, frekar en skortur á peningum, sem heldur okkur með Grettistaki í kreppunni? Ég held nefnilega að ólöglegu gengislánin, ólöglegu bankagjörningarnir og óréttlát niðurfelling lána umsvifamestu fyrirtækjanna kalli á að meinsemdir kerfisins verði rifnar upp frá rótum. En það þarf hreðjar til, eins og Spánverjinn myndi segja, og þar liggur hundurinn grafinn. Á meðan er allt látið standa og grotna og óhjákvæmilegu falli þess frestað. Við lifum nefnilega á tímum þar sem einungis debet og kredit eru látin etja kappi. Davíð og Golíat fá hins vegar aldrei að takast á, sama hversu íþyngjandi risinn verður. Þetta er sú tilfinning sem grípur mig, ég segi ekki hreðjataki, þegar ég sé El Algarrobicio hótelbygginguna gína mót ólgandi hafi við sjávarsíðuna í þjóðgarðinum Capo del Gata í Almeríu, einu fallegasta svæði Spánar. En það þýðir ekki að vera endalaust með eitthvert svartagallsraus þótt hart sé í ári, óréttlætið mikið og ekkert ljós sjáanlegt við gangaopið hér syðra. Hægt er að líta annað sér til hughreystingar. Það blés, til dæmis, ekki byrlega í Eistlandi árið 2008 þegar kreppan skall á með miklum brestum. Nú er hins vegar um átta prósenta hagvöxtur þar. Ég þekki reyndar ekki vel til þessarar þjóðar en þetta er nóg til að segja mér að það er greinilega hægt að komast úr viðjum kreppunnar þar sem nóg er af Eistum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Víða um Spán standa auðar byggingar sem minnisvarði um gullæðið í byggingageiranum. Einn stærsti og aumkunarverðasti minnisvarðinn stendur við sjávarsíðuna í Almeríu, en það er hótelbygging mikil með einum 411 herbergjum sem safna nú salti. Það skortir ekki aðeins pening til að koma hótelinu á koppinn heldur ráku fjárfestar sig hastarlega á nokkuð sem kallað er lög. Þau komu sér afar illa fyrir margan siðleysingjann sem byggja vildi á spænskri strönd. Þannig vill til að byggingin er reist í þjóðgarði og þar að auki mun nær sjó en lög gera ráð fyrir. Samt stendur hún enn eins og draugahöll í annars óspilltri náttúrunni. En af hverju er þetta gímald ekki rifið niður eins og gera á við glæpaverk? Jú, það skortir eistu, eða þannig komast Spánverjar jafnan að orði þegar talað er um kjarkleysi (og skiptir þá engu hvort karlar eða konur eiga í hlut). Er það ekki einmitt þessi skortur, frekar en skortur á peningum, sem heldur okkur með Grettistaki í kreppunni? Ég held nefnilega að ólöglegu gengislánin, ólöglegu bankagjörningarnir og óréttlát niðurfelling lána umsvifamestu fyrirtækjanna kalli á að meinsemdir kerfisins verði rifnar upp frá rótum. En það þarf hreðjar til, eins og Spánverjinn myndi segja, og þar liggur hundurinn grafinn. Á meðan er allt látið standa og grotna og óhjákvæmilegu falli þess frestað. Við lifum nefnilega á tímum þar sem einungis debet og kredit eru látin etja kappi. Davíð og Golíat fá hins vegar aldrei að takast á, sama hversu íþyngjandi risinn verður. Þetta er sú tilfinning sem grípur mig, ég segi ekki hreðjataki, þegar ég sé El Algarrobicio hótelbygginguna gína mót ólgandi hafi við sjávarsíðuna í þjóðgarðinum Capo del Gata í Almeríu, einu fallegasta svæði Spánar. En það þýðir ekki að vera endalaust með eitthvert svartagallsraus þótt hart sé í ári, óréttlætið mikið og ekkert ljós sjáanlegt við gangaopið hér syðra. Hægt er að líta annað sér til hughreystingar. Það blés, til dæmis, ekki byrlega í Eistlandi árið 2008 þegar kreppan skall á með miklum brestum. Nú er hins vegar um átta prósenta hagvöxtur þar. Ég þekki reyndar ekki vel til þessarar þjóðar en þetta er nóg til að segja mér að það er greinilega hægt að komast úr viðjum kreppunnar þar sem nóg er af Eistum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun