Duglegri að mæta á morgnana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2011 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir fagnar hér eftir að hún bætti Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur. Mynd/Anton Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum. Sund Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Það var mikið metaregn á Íslandsmeistaramótinu í 25 metra laug sem fór fram í Laugardalshöllinni um helgina og ljóst að íslenska sundfólkið er að taka mikið stökk fram á við þessa dagana. Sex íþróttamenn settu Íslandsmetin þrettán sem féllu en enginn þó fleiri en hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir, sem setti alls fjögur Íslandsmet. Skagastúlkan Inga Elín Cryer setti þrjú Íslandsmet í mótinu og náði að setja met í þremur greinum eins og Eygló. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir úr SH bætti tvívegis Íslandsmetið í 50 metra baksundi og þau Ragnheiður Ragnarsdóttir úr KR, Bryndís Rún Hansen úr Bergensvømmerne og Anton Sveinn McKee úr Ægi settu eitt Íslandsmet hvert. Ragnheiður einbeitti sér að öðrum greinum en hún er vön og setti Íslandsmet sitt í 100 metra fjórsundi. Ragnheiður náði líka að vinna gull í 50 metra bringusundi, en hún hefur vanalega sérhæft sig í skriðsundi. Stjarna mótsins var þó hin sextán ára Eygló Ósk Gústafsdóttir. „Ég er mjög ánægð með helgina enda náði ég að setja fjögur Íslandsmet og stúlknamet í öllum greinum. Ég er búin að æfa meira en ég hef gert áður og hef verið duglegri að mæta á morgunæfingarnar,“ sagði Eygló eftir mótið í gær, en búast má við því að stúlknametin sem hún setti um helgina standi lengi. Stærstu afrek Eyglóar voru í hennar sterkustu greinum, þar sem hún tvíbætti Íslandsmetið í 100 metra baksundi og varð fyrsta íslenska konan til þess að synda 100 metra baksund á undir einni mínútu. Ingibjörg Kristín veitti henni mikla keppni í 100 metra baksundinu og svo fór að þær syntu báðar undir einni mínútu. „Ég var líka mjög ánægð með að komast undir mínútuna í 100 metra baksundinu því það er stórt skref. Þetta var samt mjög tæpt og ég hef aldrei verið svona stressuð á ævi minni,“ sagði Eygló um einvígið við Ingibjörgu, en Eygló var á eftir til að byrja með. Eygló endaði síðan frábæra helgi með því að bæta Íslandsmetið í 200 metra baksundi um meira en þrjár sekúndur, sem er gríðarleg bæting. Hún synti á 2:08,00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11,29 mínútur. Þetta var að sjálfsögðu besta afrek sundkonu á þessu móti enda engin venjuleg bæting. „Ég var alveg búin á því eftir síðasta sundið. Ég ætlaði mér að fara á 2:08,00 en ég bjóst samt ekki við því að ég myndi ná því. Við Anton erum ekki alveg fullhvíld því við ætlum að ná að toppa á NMU í desember. Ég vona að ég geti haldið áfram að bæta mig,“ segir Eygló en Ægiringurinn Anton Sveinn McKee náði besta afreki karla á mótinu þegar hann setti Íslandsmet í 1.500 metra skriðsundi og vann alls fjögur einstaklingsgull á mótinu. Eygló var á leiðinni á lokahóf Sundsambandsins þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Hún gaf allt sitt í mótið og uppskar frábæran árangur. „Ég brosi næstu dagana en ég er mjög þreytt núna,“ sagði Eygló Ósk að lokum.
Sund Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum